Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Side 87

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Side 87
nótum en nú um stundir hafa nýrri aðferðir og viðhorf víðast rutt sér braut, m.a. vegna áhrifa frá bandarískri lagakennslu, þannig að mun minna kveður að formlegum og löngum fyrirlestrum en umræður og umfjöllun um dómsúrlausnir hefur komið þess í stað, a.m.k. að vissu marki, auk ýmissa annarra nýmæla. Bein áhrif frá háskólahefðum gömlu nýlenduveldanna, Spánar og Portúgals, voru lengi viðvarandi í háskólum Suður-Ameríku sem sóttu margt til hinna virtu og gamalgrónu háskóla á Íberíuskaganum, en þau tengsl munu hafa dofnað mjög á síðari áratugum þótt ýmsir suður-amerískir háskólar haldi enn uppi formlegum nemendaskiptum o.þ.h. við spánska eða, eftir atvikum, portú- galska háskóla. 7. LOKAORÐ Af því sem hér hefur verið rakið ætti lesendum ekki að geta dulist að lög- gjafarstarfsemi í Suður-Ameríku er yfirleitt öflug og byggir á sömu eða þá mjög svipaðri meginhefð og lengi hefur átt við í meginlandsríkjum Vestur-Evrópu, þótt hún endurspeglist ekki endilega að sama skapi í góðu eða traustu stjórnar- fari. Áhrifa frá „common law“-kerfinu gætir í vissum mæli á sviði opinbers réttar flestra þessara landa en á einkaréttarsviðinu má segja að stuðst hafi verið við evrópskar fyrirmyndir „civil law“-kerfisins í öllum megindráttum. Franska borgaralögbókin, Code civil, hafði afar mikil áhrif á þá hugmyndafræði sem lá að baki flestum hinum eldri lögbókum Suður-Ameríkuríkjanna, þeim er lögteknar voru á 19. öldinni, en dæmi um bein áhrif þýsku lögbókarinnar, BGB, við samningu lögbóka, sem komu ekki til sögunnar fyrr en á 20. öld, eru hins vegar borðleggjandi, auk þess sem lögbókasmiðirnir höfðu fyrr og síðar rneiri eða minni hliðsjón af ýmsum öðrum lögbókum Evrópuþóða (eftir atvikum frumdrögum þeirra) og jafnframt kunnum fræðiritum frá þeim Evrópuþjóðum, sem fyrr voru nefndar, eða öðrum. Þegar á heildina er litið má fullyrða, að lögbækur Suður-Ameríkuríkjanna standi ekki að baki lögbókunt Evrópuþjóða og hinar bestu og vönduðustu suðrænu lögbækur, svo sem lögbók Chile, hafa að mati þeirra, sem best til þekkja, verið taldar jafnast á við sjálfan Code civil í Frakklandi og jafnvel standa honum framar í sumum greinum, og margt er einnig frumlegt í þessum bókum þótt stuðst hafi verið við kunnar fyrirmyndir í ýmsum efnum. Þrátt fyrir þetta verður ekki fram hjá því litið að þær lögbækur sem fjallað hefur verið stuttlega unt í þessari ritgerð, sem og réttur og réttarheimildir Suður-Ameríku- ríkja almennt, hafa síður en svo verið í sviðsljósinu meðal þeirra þjóða heims sem við höfum hvað helst samskipti við - og reyndar má fullyrða að yfirleitt fari saman vanþekking og áhugaleysi á rétti suður-amerísku ríkjanna, sem og á málefnum þeirra yfir höfuð, meðal okkar þjóðar sem og grannþjóða okkar. Réttur þessara ríkja - a.m.k. þeirra sem lengst hafa náð í löggjafarmálefnum og lögvísindum - er þó vissulega allrar athygli verður, ekki aðeins fyrir þá lög- fræðinga sem fást við samanburðarlögfræði heldur einnig á víðara vettvangi. Grein þessari er ætlað að vera örlítið framlag í þá átt. 81
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.