Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Page 107
Róbert Arni Hreiðarsson hdl. lýsti yfir ánægju sinni með að stjómin væri að
kanna þóknanamál lögmanna en ítrekaði þá skoðun sína að leggja bæri niður
úrskurðarnefndina. Mótmælti hann að nefndin þyrfti að vera til staðar þrátt fyrir
að hún fjallaði um önnur mál en þóknun lögmanna enda mætti leggja öll mál
nefndarinnar undir dómstóla þar sem öll meðferð væri sýnilegri, opnari og mun
kostnaðarminni fyrir félagið sjálft.
Gunnar Jónsson hrl. lagði áherslu á mikilvægi þess að halda agavaldinu hjá
félaginu sjálfu. Úrskurðamefndin væri mikilvæg til að halda sjálfstæði félags-
ins og sá kostnaður sem því fylgdi væri vel þess virði.
5. Aðalfundur félagsdeildar Lögmannafélags íslands
I framhaldi af aðalfundi lögmannafélagsins var haldinn aðalfundur félags-
deildar LMFI samkvæmt auglýstri dagskrá. Á dagskrá fundarins vom venjuleg
aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins auk tillögu um breytingar á
2. mgr. 4. gr., 2. mgr. 5. gr. 1., 3. og 4. mgr. 13. gr. reglna félagsdeildar og tillaga
um aukið samstarf félagsdeildar LMFÍ og Lögfræðingafélags íslands. Fráfar-
andi formaður félagsins, Ásgeir Thoroddsen hrl., bar upp tillögur að breyt-
ingum á reglum félagsdeildar en í ljósi þess að fundarmenn höfðu fellt breyt-
ingartillögu á samþykktum LMFÍ, sem voru samhljóða breytingatillögu á 2.
mgr. 4. gr. reglna félagsdeildar, kvað hann stjómina draga til baka breytingar-
tillögu sína á ákvæðinu og var hún því ekki borin undir atkvæði. Aðrar breyt-
ingatillögur á reglum félagsdeildar voru hins vegar bomar undir atkvæði
fundarmanna og samþykktar óbreyttar. Þau ákvæði sem breytingar voru sam-
þykktar á hljóða svo:
2. mgr. 5. gr.
Aðalfund skal boða með auglýsingu í a.m.k. einum fjölmiðli og með tilkynningu til
hvers einstaks félagsmanns með minnst hálfs mánaðar fyrirvara talið frá og með
útsendingardegi fundarboðs.
1. mgr. 13. gr.
Félagar greiða árgjald sem ætlað er að standa straum af kostnaði við rekstur
félagsdeildar. Gjalddagi árgjaldsins er 1. júní ár hvert.
3. mgr. 13. gr.
Árgjaldi verður aðeins breytt á aðalfundi og þarf helmingur fundarmanna að greiða
atkvæði með breytingunni
4. mgr. 13. gr.
Félagsmenn, 70 ára og eldri, greiða ekki árgjald. Ennfremur greiða nýir félagar ekki
árgjald á því almanaksári sem þeir verða félagsmenn.
Gildistökutíma samþykktanna samkvæmt 16. gr. er breytt í samræmi við gerðar
breytingar.
101