Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Side 5
Inngangur.
Sjerhver skjrni og skynsemi gædd vera finnur lil ýmiss
konar þarfa, sem hún reynir að þægja eða fullnægja á einn
eða annan hátt. Þarfir þessar eru sumpart likamlegs og
sumpart andlegs eðlis. Ilelstu likamsþarfir hverrar lífsveru
eru endurnæringarþörfin og æxlunarþörfin, þörfin á hvild,
þegar lifsveran er þreytt, og þörfin á lireyfingu, á ýmiskon-
ar athöfnum og starfi, þegar hún er óþreylt. Hinar andlegu
þarfir, er sjerslaklega einkenna mennina fram yfir dýrin, eru
mjög svo margvíslegar, sem sje jafn-margar og áhugamál
þeirra eru. Þær eru verklegs, vitsmunalegs, listalegs, siðferði-
legs og trúarlegs eðlis og miða allar eða all-fleslar að því
að viðhalda lífinu og þroska það á einn eða annan hátt.
En aðalviðleitni alls sálarlífs er þæging einhverrar
þarfar, hvort sem hún er nú líkamlegs eða andlegs eðlis.
Nú þarf lífsveran venjulegast einhvers við úr umhverfinu
til þess að þægja með þörfum sínum. Því þarf hún fyrst og
fremst að geta skynjað það, sem þægir þeim eða full-
nægir, eða þá vitað, hvar þess er helst að leita og með
liverju móti hægast muni að ávinna sjer það. Skyn og vit
eru því leiðarljós eða áttavitar lífsverunnar, og auðvitað því
mikilsverðari, því skarpari sem þau eru og ijölskrúðugri,
Og þó mundu hvorki skyn nje vit koma að verulegu
haldi, ef lifsverunni væri ekki þann veg farið, að hún gæti
metið það á vog t i 1 f i n n i n'g a n n a, sem fram við hana
kemur, þannig að henni væri það þægilegt eða geðfelt,
sem þægði þörfum hennar, en hilt óþægilegt eða ógeð-
felt, sem þægði þeim ekki eða þá að eins að mjög litlu
leyti. Nú er svo komið, hvort sem lífsverunni hefir verið
það eiginlegt frá upphafi eða hún hefir áunnið sjer það í
baráttunni fyrir lífinu, að flestum lífsverum finst það þægi-
legt, sem þægir þörfum þeirra á einn eða annan hátt, en
liitt óþægilegt, sem ekki þægir þörfum þeirra að neinu eða
þá að eins að mjög litlu leyti.