Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Side 28
28
legri aðgætni, þá eykur sjálfstraustið manni að eins hug
og dug.
Yonbrigði. Vonbrigðin koma skyndilega yfir mann, verka
oftast nær á mann eins og pústur eða kjaftshögg, enda segir
maður oft bæði í gamni og alvöru: »Þetta var Ijóta kjafts-
höggið«. t*au koma manni til að hika og hafa gát á sjer. Og
þau snúa huganum frá falsvonum og fánýtum ímyndunum
að veruleikanum, eins og hann er, og fá menn því til að hafa
betri gát á öllu eftirleiðis. Vonbrigðin vekja manni og oft
óttablendni og kvíða, og komi þau títt fyrir, þá geta þau
dregið kjarkinn úr manni, en ala þá oft beiskju og vonleysi
í þess stað.
Óttablendui og kvíði. Óttablendni og kviði skapa manni
oft óþarfa áhyggjur, en á hinn bóginn knýja þau mann og
til nýrra ráða og nýrrar umhugsunar. Sje kvíðinn hæfilegur,
getur hann fengið menn til að fara gætilega og vel að ráði
sínu. Sje hann aftur á móti úr hófi fram, rænir hann menn
oft öllum kjarki. Hættir maður þá oft við alt saman og
Ieggur árar í bát. Ef kviðinn verður að vana, snýst hann
upp i beygjuhátt og kjarkleysi, er beygir af við hvern minsta
andblástur og gerir mann næsta vondaufan um öll áform sín.
Yondeyfð og vonleysi. Þegar maður er orðinn vondaufur
um eilthvað eða vonlítill yíirleitt, dregur kjarkinn úr manni,
en þetta gerir mann oft að síðustu að gauð og tápleysingja.
Þar sem vonbrigðin koma skyndilega yíir mann, kemur
vondeyfðin smátt og smátt, og vonleysið ekki fyr en öll von
er úti. En áður en vonleysið lieltekur mann, kemur ör-
væntingin oft yfir mann setn skjót og snögg geðshræring og
bjargar manni þá oft út úr vandræðunum með örþrifaráð-
um sínum.
öi'vænting. Enda þótt venjulegast sje litið svo á örvænt-
inguna sem einhverja hina hræðilegustu allra mannlegra
tilfinninga, þá er hún það þó ekki nema í örfáum tilfellum.
Það sem menn t. d. segja um í daglegu tali, að þeir ör-
vænti um, er oft næsta lítilmótlegt, eins og t. d., að þeir
komist ekki eitthvað nógu tímanlega. Um verulega örvænt-
ing er að eins að ræða, þar sem eitlhvað mikið er í húfi og
vonlaúst virðist þó orðið um það, eins og t. d. er um gjald-
þrot, virðingamissi, ærumissi, hálfgert eða algert heilsuleysi
eða hreint og beint líftjón er að ræða. Er hjer að eins tekið
tillit til þessara alvarlegu tilfella, þar sem meira eða minna
eða jafnvel alt er í húfi.