Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Qupperneq 54
54
og maður hefir ekki {>etað svalað sjer á. Manni rennur þá i
skap í hvert skifti, sem maður sjer manninn, og hyggur á
hefndir. Hafi maður aftur á móti þótst koma nægilegum
hefndum fram, þá hælist maður um og gambrar í hvert
skifti. sem maður sjer manninn, enda þykist maður þá hafa
leyfi til að hæðast að honum og líta niður á hann. En
þetta elur aftur heiftúðina í hans brjósti, og þannig tendrasl
og magnast eldur heiftúðar og haturs í brjóstum manna. En
heiftúð og hatur eru hugðir, þ. e. varanleg og mjög svo
samsett tilfinningakerfi, og verður þeirra getið betur siðar (í
X. kalla). En munum þá það, sem hjer er lekið fram, að
ósvöluð reiði getur af sjer hatur og hefndarhug; en að
framkomnar hefndir fá mann til að hælasl um og hrósa sigri
yfir mótstöðumanni sinum.
Eins og hræðslan stafar jafnan aí einhverju þvi, er skýtur
manni skelk í bringu, og reiðin eða gremjan af þvi, að ein-
hver stemmir viljandi eða óviljaqdi stigu fyrir uppfylling
óska vorra, þannig stafar hrýgðin af þvi, að maður fær
ekki þörfum sinum eða óskum fullnægt, en verður fyrir
þeirri mótspyrnu, hnekki eða missi, sem maður fær ekki
rönd við reist.
Bæði slig og styrkleiki hrygðarinnar eru nú mjög mis-
munandi og íer það eftir því, hvað það er, sem fær manni
hrygðar, svo og hversu verðmætt það er, sem mist er cða
maður hefir farið á mis.
Byrjunarslig hrygðarinnar er oft og einatt það, að eilthvað
fær manni óþæginda eða a m a.
I’á eru lciðindin. I’au eru smávægileg óánægja með
það sem er. Sprelta þau venjulegast af því, að maður finnur
sjer ekki fullnægt af fásinni þvi, tilbreylingarleysi eða við-
burðaleysi, sem maður á við að búa, eða af þvi, sem ol'l
kemur fyrir, að maður befir ekkert ánægjulegt fyrir stafni.
Þá er angrið. Eitthvað angrar mann i svip, þ. e. maður