Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Blaðsíða 73
73
eftir þvi, hvað við horfir í það og það sinnið. Wi ef eitt-
hvað ógnar ástfóstri manns eða markmiði, þá fyllist maður
hræðslu, kviða eða reiði; ef maður virðist ætla að missa af
því, vekur það sorg manns; en vegni þvi vel og sjeu góðar
horfur á framgangi þess, vekur það von manns og gleði. Og
þannig verða hugðirnar að t i 1 f i n n i n g a k e r f u m, er vekja
sitt hverja tilfmninguna silt í hvert sinnið, eftir þvi sem við
horfir.
En hugðirnar verða einnig að s t a r f s k e r f u m í líkingu
við löngunina, þannig að maður fer að leggja sig í meiri
eða minni líma til þess að koma því í framkvæmd, sem
maður hefir fengið áhuga á og ber fyrir brjósti, bvað sem
það nú er. Og hafi maður brennandi áhuga eða heita ásl
á einhverju, þá leggur maður alt í sölurnar fyrir það og
gerir það af fúsum vilja. »Sá sem hefir kærleikann, þarfnast
ekki lögmálsins«, sagði Páll postuli. Og þetta er hverju orði
sannara. Þvi að meðan maður gerir eitlhvað af ást eða fús-
u.m og. frjálsum vilja, þarf ekki að reka mann til þess með
lagaboðum eða kúgun. En undir eins og ástin rjenar, fer
að verða þörf á skylduboðum. Sje maður orðinn »hálf-
volgur« við eitthvað, finst manni ef til vill sem maður »ætti
að gera það«, en gerir það ekki og nagar sig þó í handa-
bökin fyrir það á eftir. Þvi að hver hugð hefir svo að segja
sína »samvitsku« og sinn vilja, sem hún vill fá framgengt.
Meðan hennar vilji ræður og þvi sterkari sem hann er,‘ því
sterkari er hugðin, svo að hún verður jafnvel að ástríðu, sem
maður er vakinn og sofinn í. En undir eins og aðrar hugðir
jafn-sterkar eða sterkari koma til skjalanna, verður maður-
inn eins og tvískiftur eða margskiftur, og þá hefst barálla
milli hinna mismunandi hugða manns og hneigða.
Sterkasta og víðtækasta hugð hvers manns er sjálfs-
hugð hans, hvort sem maðurinn er nú eigingjarn eða óeig-
ingjarn, sjerplæginn eða ósjerplæginn, og hvers konar áhuga-
mál sem það eru, sem hann annars kann að bera fyrir brjósti.
Því að vitanlegt er, að alt það, sem maðurinn hefir mælnr
eða óbeit á, elskar eða hatar, það hefir og áhrif á og er eins
og partur úr sjálfum honum, að svo miklu leyti sem hann
bindur hugann við það og ber það fyrir brjósti. Sjálfshugðin
umlykur því í raun rjettri alt í huga manns og hjarta.
En út frá henni geisla svo á ýmsar hliðar hugðir ásta
vorra og haturs eða þess, sem vjer höfum mælur eða óbeit
á og sækjumst því annaðhvort eftir að koina i framkvæmd
10 »•