Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Side 74
74
eða stemma stigu fyrir. Og þessar hugðir, sem verða að
helstu áhugamálum manna og ástríðum, þær marka mann-
inn mest, gera hann ef til vill að lokum að alveg sjerstakri
»manntegund«. Þær gera hinn hjegómagjarna æ hjegómlegri,
hinn framgjarna æ framgjarnari, liinn fjegjarna æ ágjarnari
o. s. frv.; og þær auka bæði hatur manns og ást fyrir hina
sífeldu viðleitni við að nálgast markmiðið og koma þvi í
framkvæmd. En um þetta meira síðar.
Ef vjer nú aftur á móti viljum setja oss nánar fyrir sjónir,
hvernig hugðirnar fara að vekja hjá manni mismunandi til-
fmningar og jafnframt reyna að gera oss skiljanlegt, hvernig
þetta fer fram í heila vorum og taugakerfi, skulum vjer al-
huga táknmynd þá, sem hjer fer á eftir og að nokkru leyti
er lánuð frá Mc. Dougall, en þó töluvert breytt og
nokkuð aukin.1) Æðst eru þá heilaslöðvar sjálfshugðar
vorrar (Sj.), hversu sem henni er að öðru leyti farið; þá
liggja heilastöðvar ásta vorra (a) og haturs vors eða heift-
úðar (b) út frá þeim. Hugsum oss nú tvær persónur, A og
R. Önnur (A) hefir vakið ást vora (a),1 en hin (B) liefir
vakið hatur vort (b). Þegar maður nú annaðhvort sjer A
eða dettur hann i hug, kemur ástarhugðin (a) upp í huga
manns, en hún vekur fyrst blíðulilfinninguna (bl.) í hinum
óæðri heilastöðvum, síðan gleði manns (gl.), ef manninum
vegnar vel, sorg manns (s.), ef honum vegnar illa, furðu
manns (f.), ef hann aðhefst eitthvað það, sem stingur í slúf
1) Sbr. Soc. Ps^’ch., p. 125.