Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Side 96

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Side 96
96 mun að fá þörfum sínum fullnægt, en að sama skapi eykst hvötin og magnast. Það er nú mikið undir upplagi mannsins sjálfs komið, hvaða hugðir fá helst tök á huga hans og hverjar hneigðir hans verða. I3að er og nokkuð komið undir uppeldi því, sem maðurinn fær og eftirdæmi annara, því eins og mál- tækið hermir: »fje verður jafnan fóstri liktcc. Oft geta og sterkar hvatir gengið i ætlir, en mikið er þá undir uppeld- inu og eftirdæminu komið, í hvaða átt þær sjerstaklega hneigjast. Nú er því á hinn bóginn þann veg farið, að ein hugðin og ein lmeigðiu geta útilokað aðra. Maður getur t. d. ekki hvorttveggja í senn, elskað og hatað .sama manninn, og þvi siður gelur maður á sama tíma verið bæði staðljmdur og óstaðlyndur við sama lnigðarefnið. Einnig þetta er nokkuð undir upplagi manns koinið, því að auðvitað lmeigist hug- urinn helst í þá áttina, sem upplagið bendir, einkum þó cf uppeldið eða fordæmi annara stefnir í sömu áttina. En af þessu leiðir það, að skapeinkunnir mannsins, hvorl sem þær eru upprunalegar eða áunnar, stemma stigu fyrir þró- un þeirra hugða, sem þeim eru andstæðar, en greiða aftur götu þeirra hugða, sem hneigjast í lika átt. Ef nú einhver liugð manns verður, annaðhvort fyrir manns eigin ákefð eða fyrir sífelda endurtekningu og vana, að ástriðu, sem maður á annaðhvort bágt með eða kærir sig ekki lengur um að sporna við, þá tekur hún að móta og mynda alla skapgerð mannsins, hvort sem það er nú lil ills eða góðs, og gera hann að alveg sjerstakri »mannteg- und«, þann nautnhneigða að nautnasegg, þann ágjarna að svíðing eða niríli, hyggindamanninn æ hygnari og góðmenn- ið æ meira góðmenni, eins og þegar hefir verið drepið á. Maðurinn myndast þannig og mótast eftir hinni ríkjandi tilhneiging sinni. Þótt vjer höfum nú dæmi þessa dagsdaglega fyrir augum og þetta sje eitt af þvi, sem mestu máli skiftir, þar eð bæði andleg og veraldleg velferð manns er venjulegast undir því komin, að hvaða manni maður verður, þá hafa vist fæstir gert sjer fyllilega ljóst, með hvaða hætti þetta fer fram í sál- arlífi manns. Og þó er það ofur einfalt mál. Maðurinn verður það, sem hann fýsir helst að verða, fyrir siendur- tekið val, en í þessu vali sinu þjónar hann venjulegast þeim hugðum sínum eða girndum, sem ríkastar eru í huga hans.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.