Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Qupperneq 16
14
Árbók Háskóla íslands
Námsráðgjöf er svo til engin, og kynningu
skólans inn á við og út á við er áfátt í mörgu.
Upplýsingasöfnun og úrvinnslu upplýsinga
um skólastarfið þyrfti að stórauka og nýta
þá þekkingu, sem þannig fæst, til endurbóta
á störfum háskólans.
Vonandi heldur þetta áfram að batna
með hverju ári senr líður, en auðvitað verð-
um við að vera þess minnug, að það er dýrt
fyrir lítið land að reka háskóla með þeirri
reisn, sem stærri og ríkari þjóðir gera.
Umræður um aðgang að háskólanámi
hafa verið miklar að undanförnu. Ég ætla
samt að leiða þær hjá mér nú. Það er hins
vegar nauðsynlegt að taka þessi mál til al-
mennrar, opinberrar umræðu á Alþingi, í
ráðuneytum, í skólum og meðal almenn-
ings, áður en farið verður að nýta heimildir
til takmörkunar aðgangs að námi við Há-
skóla íslands umfram það, sem nú er gert.
Það er skoðun mín, að Háskóli íslands
eigi að stefna að því að selja ýmiss konar
þjónustu stofnana sinna í langtum ríkari
mæli en nú er gert og nota hagnaðinn af
rekstri stofnananna til frekari uppbygg-
ingar háskólans, jafnframt því sem slíkt
mundi í auknum mæli skapa skilyrði til fjöl-
þættari verkmenntunar stúdenta í grein
sinni, enda ynnu þeir að þjónustuverkefn-
um við hlið kennara og rannsóknamanna.
Miklir möguleikar eiga að vera á þessu sviði
innan verkfræði- og raunvísindadeildar og
læknadeildar, og þá ekki síst í lyfjafræði
lyfsala, en fleiri deildir koma einnig til
greina.
Þess er ekki að vænta, að miklar umræður
eigi sér stað um háskólamálefni um þessar
mundir, meðan allt snýst um tvennar kosn-
ingar. Það er líka stundum ágætt fyrir stofn-
anir að geta starfað í friði án eilífs frétta-
flutnings af því, sem er að gerast í það og
það skiptið, enda vilja neikvæðu fréttirnar
oft verða fyrirferðarmeiri en þær jákvæðu.
Samt sem áður er það nú svo, að lognmollan
er ekki alltaf ákjósanlegust. Umræða
skapar aðhald og sáir fræjum nýjunga.
Að lokum vil ég færa samverkafólki mínu
við háskólann og nemendum þakklæti fyrir
samstarfið á liðnum vetri, og stjórnvöldum
færi ég þakkir fyrir góðan skilning á mál-
efnum háskólans. Sérstakar þakkir flyt ég
þeim, sem horfið hafa frá starfi við háskól-
ann á liðnu ári eftir mikil og góð störf í þágu
stofnunarinnar. í þeim hópi eru menn, sem
markað hafa djúp spor í sögu íslenskra
vísinda og æðri menntunar yfirleitt. Nýjum
starfskröftum fagna ég og vona, að þeir hafi
fundið fótfestu innan háskólans, svo að þeir
geti látið gott af sér leiða.
Að lokinni afhendingu prófskírteina
Oft erum við minnt rækilega á það, að við
búum á mörkum hins byggilega heims. Á
margan hátt gerir það lífsbaráttuna harðari
en við kysum. Dimmir og kaldir vetur og
sólarlítil rigningasumur Ieggja okkur oft til
uppgjafartón og vonleysis, jafnvel svo, að
það leggst á sálina.
Samt sem áður hefur lega landsins sínar
björtu hliðar. Við höfum losnað við þá
örtröð á landi okkar, sem spillir lífi margra
annarra þjóða, og hörð lífsbarátta brýnir
menn til dáða, svo að uppskera erfiðisins er
oft góð. Nokkrar sólarstundir í faðmi ís-
lenskrar náttúru eru sá lífselixír, er bætir
ótrúlega mörg mein á sál og líkama.
Ef lifa á góðu lífi í þessu landi, þarf mikla
þekkingu og hjartahlýju, dugnað og natni.
En umfram allt er okkur nauðsynlegt að
vinna saman af heilindum og sanngirni,
með jöfnuð milli manna í huga. Ef við miss-