Hugur - 01.01.1996, Side 14

Hugur - 01.01.1996, Side 14
12 Kristján Kristjánsson 4. Fituhlunkurinn. Enn bíður maður á jámbrautarstöð. í þetta sinn er aðeins einn teinn sjáanlegur og í fjarska má greina fimm verkamenn sitja klofvega á honum. Stjómlaus vagn kemur rennandi eins og áður og stefnir á fimmmenningana en nú er ekkert handfang til að grípa í. Hins vegar veit söguhetjan, sem er verkfræðimenntuð, að skylli vagninn á nógu þungum hlut myndi hann örugglega stöðvast áður en hann næði til verkamannanna. Söguhetjan hugleiðir að stökkva sjálf fyrir vagninn en áttar sig um leið á að hún er ekki nógu þung til að hægja á ferð hans. Það er þó lán í óláni að við hliðina á henni á pallinum stendur akfeitur farþegi sem einnig er að bíða eftir lest; hann er í mestu makindum að lesa dagblað og háma í sig ostborgara. Söguhetjan gerir sér hægt um hönd, hrindir fituhlunknum út á teininn - og beint í fasið á vagninum sem stöðvast samstundis. Fimm- menningamir bjargast. Þessar mislystugu dæmisögur virðast eiga eitt sameiginlegt. Sögu- hetjan, hvort sem það er læknir eða farþegi á járnbrautarstöð, á tveggja kosta völ: að þjóna hagsmunum fimm manna eða eins. Hún tekur síðan ákvörðun um það í öllum tilvikum að, af tvennu illu, sé skárra að bera hagsmuni hins eina fyrir borð. Spumingin sem máli skiptir er vitaskuld sú hvort ákvörðunin sé siðferðilega réttmæt í hveiju þessara ólíku tilvika. Mér hefur virst það nokkuð ágreining- slaust, hvort heldur er meðal heimspekinga eða almennings, að söguhetjan hafi gert rétt í fyrstu sögunni en hlaupið illilega á sig í annarri, fóminni á Þórði, enda séu aðstæðurnar þar af allt öðrum toga. Þegar þessar klípusögur hefur borið á góma í samræðum eða kennslu hafa síðan flestir samsinnt valinu í þriðju sögunni, að grípa í hand- fangið, en hins vegar átt um mikinn vanda að mæla þegar að því kemur að útskýra hver sé hinn röklegi munur á henni og sögu númer 2: drápinu á Þórði. Við fjórðu söguna slær einatt felmtri á áheyrendur; þeir sem játtu í 3 fá eftirþanka (ægir enda að ýtt sé í bakið á fitu- hlunknum en telja sig nauðbeygða, samkvæmninnar vegna, að kyngja því); þeir fáu sem sögðu nei í 3 þykjast hins vegar góðu bættir. Leyfið mér nú að varpa fram þeirri fullyrðingu að lágmarkskrafa sem gerð verði til nokkurrar gjaldgengrar siðferðiskenningar sé sú að boð hennar samræmist þeirri almennu niðurstöðu að læknirinn breytti rétt í 1 en rangt í 2; og að hún gefi okkur jafnframt einhveija vís- bendingu um hvemig breyta eigi í 3 og 4 á samkvæman hátt. Ég gæti rökstutt þessa fullyrðingu með ýmsu móti en tel það ekki málþarfa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.