Hugur - 01.01.1996, Side 19
Af tvennu illu
17
að ná í skjótfenginn arf og hins vegar að horfa upp á frændann
drukkna fyrir framan sig án þess að rétta fram litlafingurinn til hjálpar,
sé manni það í lófa lagið. Stundum getur aðgerðaleysi verið ómann-
úðlegra en aðgerð, samanber það að meiddur hestur er sleginn af.16 Og
stundum velta skilin þama á milli einungis á ólíkum lýsingum: Er til
dæmis það að halda kjafti aðgerðin að bíta saman tönnunum eða
aðgerðaleysið að tala ekki? Hinn vandinn er sá að reglan um tvenns
konar skyldur var einmitt sett fram af Foot til þess að forðast að þurfa
að gera muninn á aðgerð og aðgerðaleysi að aðalatriði. Hún nefnir
þann mun, eins og hún orðar það sjálf, „aðeins til að víkja honum til
hliðar“.17 En svo fjarri fer að Foot verði kápan úr því klæðinu að mál
mitt hér á undan virðist hníga að hinu gagnstæða: Að svo miklu leyti
sem unnt er að henda einhveijar röklegar reiður á greinarmun taum-
halds- og verknaðarskyldna þá er hann enginn annar en gamli
munurinn á aðgerð og aðgerðaleysi - með öllum sínum vanköntum.
Engin þessara þumalfmgursreglna, um ólíka ábyrgð á tvenns konar
afleiðingum verka manns, um mismunandi röð atburða í orsakakeðju
eða um tvenns konar skyldur, virðist því hrökkva til að ljá okkur
innbyrðis samkvæm svör við klípusögunum fjórum, né auka í raun
hársbreidd við gildi munnmetanna sem fram komu áður: að fólk telur,
fljótt á litið, breytnina í 1 rétta, 2 ranga en leggur mismiklar koll-
húfur yfir 3 og 4. Reglumar velta á tvískiptingum sem allar „dingla í
lausu lofti“, eins og Shelly Kagan myndi orða það.18 Okkur er því
nauðugur einn kostur að spyrja véfréttirnar, hinar víðfeðmu
siðferðiskenningar, ráða.
m
Nytjastefna er frægust siðferðiskenninga á 20. öld og jafnframt sú
umdeildasta. Talsmenn hennar hafa verið orpnir þungum sökum en
þeir herðast við hveija raun og láta engan bilbug á sér finna. Ég er
sjálfur hallur undir nytjastefnu og hef áður varið nokkru rúmi í að
16 Rachels, J. færir m.a. rök fyrir þessu í frægri grein, „Active and
Passive Euthanasia", New England Joumal of Medicine, 292 (1975).
17 „The Problem of Abortion... “, bls. 26.
18 Sjá umræðu Kagans um ýmiss konar „dangling distinctions" í siðfræði
í hinni snjöllu bók hans, The Limits of Morality (Oxford: Clarendon
Press, 1989).