Hugur - 01.01.1996, Side 22
20
Kristján Kristjánsson
svo ær að halda að ég fallist á slíkt! Já-ið í sögu 1 væri að vísu
auðsótt en ekkert er fjær lagi en að nytjastefnan réttlæti morðið á
Þórði í sögu 2. Hvað til dæmis um fordcemisgildið sem slíkt verk
skapaði, kæmist það upp (og auðvitað kæmist það í reynd upp á
endanum)? Vísast yrði skjótt til nýtt hugtak í málinu, „Þórðarótti“
(sbr. „Þórðargleði“ eða „Þórðarverk"25), um beyg manna að leggjast
inn á spítala og jafnvel að spássera framhjá spítölum á síðkvöldum,
eigandi á hættu að vera kippt inn og notaðir í varahluti. Og hvað um
„þröskuldsáhrifin“ á gerandann, lækninn? Til hvaða ógnarverka væri
hann llklegur að grípa næst eftir að hafa yfirstigið þennan fyrsta
þröskuld?26
Nytjastefnan skýrir þannig ljóslega hvernig breytni læknisins í
sögu 1 var rétt en röng í 2. Beinum þá sjónum að jámbrautarstöðinni.
Nytjastefnumaðurinn á klárt og kvitt svar við því hvers vegna rétt sé
að grípa í handfangið í sögu 3. Að forða fimm mönnum frá bráðum
bana á kostnað eins skapar ekkert skelfilegt fordæmisgildi í þessu
dœmi eins og það hefði gert á spítalanum, einfaldlega vegna þess að
það vekur engan Þórðarótta. Það ylli mér naumast mikilli skelfingu
að vita að væri ég járnbrautaverkamaður gæti ég átt á hættu að
stjómlausum vagni væri beint að mér fremur en að hann dræpi fimm
vinnufélaga mína. Ég efast um að það kæmi til fjöldauppsagna hjá
jámbrautastarfsmönnum vegna slíks úrskurðar; en ég er aftur á móti
viss um að fólk hugsaði sig tvisvar um áður en það legðist inn á
sjúkrahús ef varahlutaþjónustan þar væri með þeim hætti sem saga 2
lýsir.
Saga 4, um fituhlunkinn, á hér að mínum dómi meira skylt með 3
en 2. Það flækir hana að vísu ögn að jámbrautaverkamenn taka nokkra
áhættu með starfi sínu, sem farþegi á brautarpalli gerir varla að öðru
25 Kosturinn á þessum orðaleik er höfuðástæðan fyrir því að ég fylgi
ekki því fordæmi Þorsteins Gylfasonar úr „Líknardrápi“ að kenna
„transplant"—söguna við „Þórodd á stofu 13“! Rétt er að benda á það
hér að ég er ekki að neita því að það að takast á við ótta í lífinu („að
lifa hættulega") geti að vissu marki verið þroskameðal og gleðigjafi.
En mér virðist einsýnt að „Þórðaróttinn" sé langt fyrir ofan það mark;
að fráleitt gæti verið hamingjuauki í því fólginn að búa í samfélagi þar
sem hann væri ríkjandi.
26 Sjá ítarlegri umræðu mína um þetta efni í „Nytjastefnunni", bls. 76-
85.