Hugur - 01.01.1996, Side 22

Hugur - 01.01.1996, Side 22
20 Kristján Kristjánsson svo ær að halda að ég fallist á slíkt! Já-ið í sögu 1 væri að vísu auðsótt en ekkert er fjær lagi en að nytjastefnan réttlæti morðið á Þórði í sögu 2. Hvað til dæmis um fordcemisgildið sem slíkt verk skapaði, kæmist það upp (og auðvitað kæmist það í reynd upp á endanum)? Vísast yrði skjótt til nýtt hugtak í málinu, „Þórðarótti“ (sbr. „Þórðargleði“ eða „Þórðarverk"25), um beyg manna að leggjast inn á spítala og jafnvel að spássera framhjá spítölum á síðkvöldum, eigandi á hættu að vera kippt inn og notaðir í varahluti. Og hvað um „þröskuldsáhrifin“ á gerandann, lækninn? Til hvaða ógnarverka væri hann llklegur að grípa næst eftir að hafa yfirstigið þennan fyrsta þröskuld?26 Nytjastefnan skýrir þannig ljóslega hvernig breytni læknisins í sögu 1 var rétt en röng í 2. Beinum þá sjónum að jámbrautarstöðinni. Nytjastefnumaðurinn á klárt og kvitt svar við því hvers vegna rétt sé að grípa í handfangið í sögu 3. Að forða fimm mönnum frá bráðum bana á kostnað eins skapar ekkert skelfilegt fordæmisgildi í þessu dœmi eins og það hefði gert á spítalanum, einfaldlega vegna þess að það vekur engan Þórðarótta. Það ylli mér naumast mikilli skelfingu að vita að væri ég járnbrautaverkamaður gæti ég átt á hættu að stjómlausum vagni væri beint að mér fremur en að hann dræpi fimm vinnufélaga mína. Ég efast um að það kæmi til fjöldauppsagna hjá jámbrautastarfsmönnum vegna slíks úrskurðar; en ég er aftur á móti viss um að fólk hugsaði sig tvisvar um áður en það legðist inn á sjúkrahús ef varahlutaþjónustan þar væri með þeim hætti sem saga 2 lýsir. Saga 4, um fituhlunkinn, á hér að mínum dómi meira skylt með 3 en 2. Það flækir hana að vísu ögn að jámbrautaverkamenn taka nokkra áhættu með starfi sínu, sem farþegi á brautarpalli gerir varla að öðru 25 Kosturinn á þessum orðaleik er höfuðástæðan fyrir því að ég fylgi ekki því fordæmi Þorsteins Gylfasonar úr „Líknardrápi“ að kenna „transplant"—söguna við „Þórodd á stofu 13“! Rétt er að benda á það hér að ég er ekki að neita því að það að takast á við ótta í lífinu („að lifa hættulega") geti að vissu marki verið þroskameðal og gleðigjafi. En mér virðist einsýnt að „Þórðaróttinn" sé langt fyrir ofan það mark; að fráleitt gæti verið hamingjuauki í því fólginn að búa í samfélagi þar sem hann væri ríkjandi. 26 Sjá ítarlegri umræðu mína um þetta efni í „Nytjastefnunni", bls. 76- 85.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.