Hugur - 01.01.1996, Page 36
34
Kristján Kristjánsson
sem líta megi á sem keppinaut hefðbundinna lögmáls- og
leikslokakenninga. Þegar fólk telur sér trú um hið gagnstæða, eins og
skýrast kemur fram hjá Rosalind Hursthouse, verður afleiðingin sú
sem ég hef reynt að lýsa hér að framan: Meðan nytjastefnumaðurinn
glímir við vandann að vera til leggur dygðafræðingurinn stund á þá
tegund íhugunar sem í besta falli má kenna við hugumsmáa sjálfsum-
hyggju, í því versta við skinhelgi.64 Og það er umkvörtunarefni mitt.
64 Martha Nussbaum, sem ætíð ver Aristóteles með oddi og egg, myndi
halda því fram að vandinn sem ég hef þóst greina í ritgerð þessari eigi
sér í raun eina og óbroma rót: þá að dygðafræðingar nútímans daðri
einatt við „samfélagssinnaða" (communitarian) siðfræði. Slík
siðfræði gefi hins vegar undir fótinn afstæðishyggju sem stangist
öldungis á við hluthyggju Aristótelesar sjálfs um manneðli og
mannfélag. Sjá ritgerð hennar, „Non-Relative Virtues: An
Aristotelian Approach" í Nussbaum, M. C. og Sen, A. (ritstj.), The
Quality of Life (Oxford: O.U.P., 1993). Samkvæmt Nussbaum þyrftu
nýju dygðafræðin því ekki á öðru að halda, til vamar ásökunum
mínum, en meiri tryggð við eigin fortíð.