Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 56
54
Atli Harðarson
hætta eigi við y og taka x frekar. Hafi skoðanir kjósenda ekki breyst
vinnur x með 65% atkvæða.
Eigum við þá að segja að þjóðin vilji x? Nei það getum við ekki
því ef fyrst hefði verið kosið milli x og z hefði z orðið ofan á með
75% atkvæða. Sé svo kosið milli z og y vinnur y með 60% atkvæða.
Hefði fyrst verið kosið milii x og y hefði x unnið með 65% at-
kvæða. Sé þá kosið milli x og z vinnur z með 75% atkvæða.
Ef x, y og z eru til dæmis frambjóðendur í kosningum þá getur
það ráðið öllu um hver kemst til valda hvort fyrst er gert upp á milli
y og z í prófkjöri og svo milli x og z í kosningum eða hvort fyrst er
gert upp á milli x og z í prófkjöri og svo kosið milli z og y. Röð
kosninga ræður öllu um hver úrslitin verða og engin ein röð endur-
speglar „vilja“ kjósenda öðrum fremur svo það er engin leið að halda
því fram að úrslit svona kosninga geti sagt okkur eitt eða neitt um
hvað kjósendur „vilja“.
Margt hefur verið reynt til að auka líkumar á að kosningaúrslit
verði í samræmi við „vilja“ meirihlutans. Til dæmis er sums staðar
kosið tvisvar, fyrst milli allra kosta og síðan, í annarri umferð, milli
þeirra tveggja sem mest fylgi hlutu í fyrri umferð. Þetta dregur tals-
vert úr líkum á að sá sem nær kjöri sé verulega óvinsæll meðal
kjósenda en tryggir þó ekki að niðurstaðan sé í samræmi við
„forgangsröð meirihlutans“. Hugsum okkur til dæmis að 5 frambjóð-
endur séu í kjöri: Ása Signý, Gísli, Eiríkur og Helgi. Gerum ráð fyrir
að
25% kjósenda hafi forgangsröðina Signý, Ása, Gísli, Eirikur, Helgi;
25% kjósenda hafi forgangsröðina Helgi, Ása, Gísli, Eiríkur, Signý;
20% kjósenda hafi forgangsröðina Ása, Gísli, Eiríkur, Signý, Helgi;
15% kjósenda hafi forgangsröðina Gísli, Ása, Eiríkur, Helgi, Signý;
15% kjósenda hafi forgangsröðina Eiríkur, Ása, Gísíi, Helgi, Signý.
Gerum ennfremur ráð fyrir að hver kjósandi telji þann sem hann setur
fremst í forgangsröð sína mjög góðan, þann næsta góðan, þann þriðja
ásættanlegan en tvo þá öftustu slæma. Nú er kosið og Signý og Helgi
verða efst og jöfn með 25% atkvæða hvort. í annarri umferð er því
kosið milli þeirra og Helgi vinnur með 55% atkvæða. Þessi