Hugur - 01.01.1996, Side 61

Hugur - 01.01.1996, Side 61
Kosningar 59 Þótt hann segi þetta í hálfkæringi er það umhugsunarefni hvort setning hans sé ekki einmitt rök fyrir yfirburðum tveggja flokka kerfis. * Hin einfaldari sönnun Arrows hefst á því að hann sýnir fram á að um sérhvem hóp, H, sem uppfyllir skilyrði 2 og 4 gildir að ef gera þarf upp á milli tveggja kosta, x og y, þá er til einhver undirhópur eða partur af H sem ræður úrslitum um hvort x er tekið fram yfir y. Köllum þennan undirhóp U. Að U ráði úrslitum þýðir að ef allir meðlimir U taka x fram yfir y og engir aðrir í H taka x fram yftr y þá velur H x fremur en y. Ef afl atkvæða er látið ráða og öll atkvæði hafa sama vægi þá dugar að meðlimir U séu meira en helmingur meðlima H. Sé U aðeins einn maður þá er hann einvaldur og ákvörðun hópsins gerræðisleg. Lítum nú á einhveija tvo kosti x og y og veljum hóp U sem ráðið getur úrslitum um hvort x er tekið fram yfir y og stillum svo til að enginn hópur sem er fámennari en U geti ráðið úrslitum. (Hafi öll atkvæði sama vægi mætti ætla að fjöldinn í U sé einum meira en helmingur H ef fjöldinn í H er slétt tala og hálfum meira ef fjöldinn í H er oddatala.) Tökum nú einn mann út úr U og köllum hann N.N. Nú höfum við skipt öllum meðlimum H í þrennt: í 1. flokki er aðeins einn maður, nefnilega N.N. í 2. flokki eru allir hinir í U, þ.e. allir meðlimir U nema N.N. í 3. flokki eru allir meðlimir H sem ekki eru í U. Lítum nú á tilvik þar sem gera þarf upp á milli x og y og einnig er kostur á þriðja möguleikanum z. Gerum ráð fyrir að 1. flokkur, þ.e. N.N., hafi forgangsröðina x-y-z 2. flokkur, þ.e. allir hinir í U, hafi forgangsröðina z-x-y 3. flokkur, þ.e. allir sem ekki tilheyra U, hafi forgangsröðina y-z-x Þar sem U ræður úrslitum um að x er tekið fram yfir y þá taka allir í U (þ.e. bæði 1. og 2. flokkur) x fram yfir y en allir aðrir (þ.e. allir í 3. flokki) taka y fram yfir x.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.