Hugur - 01.01.1996, Síða 76
74 Henry Alexander Henrysson
IV
Fegurðartjáning.
í undanförnum köflum hefur Símon reynt að greina list og fegurð frá
ýmsu sem þeim hefur verið ranglega ruglað saman við, en sem
almenningur telur vanalega rétt og satt. í þrettánda og síðasta
kaflanum reynir Símon því að draga saman þau einkenni sem réttilega
má tengja við list og fegurð. Sem frumforsendu gerir Símon orð
Benedetto Croces að sínum: „Fegurð og list eru fólgin í tilfmninga-
tjáningu".8 Meginspuming síðasta kafla bókarinnar verður: „Hvað er
fegurðartjáning?“.
Fyrst gerir Símon skýran greinarmun á vakningu tilfmningar og
tjáningu tilfinningar. Listaverk vekur ekki upp tilfmningar og setur
þær í meiri ringulreið, heldur kemur það jafnvægi á þær og skýrir
þær. Listtjáning felur í sér lausn á vandamálum tilfmningalífs og fólk
skilur þessa sefjun tilfmninga sem fegurð. Þess vegna dáir fólk lista-
manninn, hann hefur með snilligáfu sinni sefað tilfmningar fólksins.
Þessa sefjun hefði það aldrei fundið af sjálfsdáðum, það getur aðeins
gert hana að andlegri eign sinni. Þannig getur listamaðurinn beint
tjáningu sinni til einhvers annars manns, en það má ekki vera gert í
því skyni að vekja svipaðar kenndir með honum, hann gerir það
aðeins til þess að gera honum skiljanlegar tilfinningar sínar. í
framhaldi af þessu gerir Símon orð Benedikts Gröndals að sínum:
„Mitt er að yrkja, ykkar að skilja“.9 Listamaðurinn tjáir framar öllu
tilfmningar sínar sjálfum sér og óbeinlínis hverjum þeim er skilur
hann.
Sem rök fyrir þessari kenningu nefnir Símon tvö dæmi. í hinu
fyrra gerir hann það að umtalsefni hversu líkamlegar þarfir eru lítt
tjáanlegar í Jist. Tilraunir til þess að tjá löcamlegar þjáningar veki
ekki með okkur fegurðarkennd heldur hrylling. Sem dæmi tekur hann
margai myndir af krossfestingu Krists, þær séu upp til hópa léleg
listaverk, enda hafi þær yfirleitt einungis trúarlegt gildi. Hins vegar
séu sumar hófsamar í útmálun líkamlegra kvala Krists á krossinum,
en leggi þess í stað áherslu á andlega þjáningu hans - þjáningu sem
8
9
Tilv.rit, bls. 130.
Tilv.rit. bls. 133.