Hugur - 01.01.1996, Page 79
Hugur 8. ár, 1995-1996
s. 77-97
Paul Edwards
Hversvegna?
Óskýrleiki í notkun orðsins „hversvegna“ veldur ruglingi á mörgum
heimspekilegum vígstöðvum. Þessi grein einskorðast við tvö svið þar
sem það hefði vel getað afstýrt því að menn aðhylltust kenningar sem
byggjast á misskilningi ef þeir hefðu gefið meiri gaum að réttri og
rangri notkun þessa orðs. Annars vegar er það andstæðan, eða meint
andstæða, milli „hvernig“ og „hversvegna“ og sú skoðun, sem er
sameiginleg höfundum með afar ólíkan bakgrunn, að raunvísindin geti
aðeins fengist við hvemig-spumingar. Hins vegar eru það tilteknar
spurningar um „hinstu“ rök eða um tilvist heimsins, svo sem
„Hversvegna erum við til?“ eða, dýpra tekið í árinni, „Hversvegna er
heimurinn til?“ eða „Hversvegna er eitthvað til frekar en ekkert?“
Sumir, eins og Schopenhauer og Julian Huxley, álíta að ekki sé hægt
að svara þessum spurningum. En hvort sem það er rétt eða ekki
virðast menn almennt á einu máli um að þær séu afar „djúphugsaðar“.
Svo vitnað sé í orð breska stjameðlisfræðingsins A.C.B. Lovells
kunna þessar spumingar að leiða til vandamála „sem geta tætt hug
einstaklingsins í sundur.1*1 Hið fyrsta sem Heidegger segir um
spuminguna „Hversvegna er eitthvað til frekar en ekkert?“ er að hún sé
„grundvallarspuming frumspekinnar" og seinna bætir hann við að hún
sé „upphaf og einnig endir heimspekinnar ef henni lýkur með reisn en
ekki uppgjöf.“2
Hvemig og Hversvegna
Andstæðunni milli hvemig og hversvegna hefur verið haldið fram af
tveim fremur ólíkum ástæðum. Sumir höfundar hafa gert það í þágu
trúarbragða eða fmmspeki. Afstaða þeirra virðist vera sú að enda þótt
raunvísindi og reynslurannsóknir almennt séu hæf til að fást við
hvernig-spumingar þá séu hinar afar ólíku og langtum djúphugsaðri
1 The Individual and the Universe (Einstaklingurinn og alheimurinn),
New York, 1961, bls. 125.
2 An Introduction to Metaphysics (Inngangur að frumspeki), Garden
City, 1961, bls. 20. ,
/