Hugur - 01.01.1996, Síða 81
Hversvegna?
79
spurningarinnar."7 Fyrir Gilson virðast umræðuefnin tvö sem nefnd
voru í upphafi þessarar greinar renna saman í eitt. Hann virðist halda
því fram að ekki sé hægt að svara hversvegna-spumingum um einstök
fyrirbæri nema við svörum spumingunni „hversvegna þessi heimur,
ásamt lögmálum sínum ... er til.“8
Meðal þeirra sem hafa haldið því fram að vísindin geti aðeins
fengist við hvemig-spumingar em nokkrir sem em alls ekki vinveittir
frumspeki eða tníarbrögðum. Þessir höfundar bæta venjulega þeirri
athugasemd við ummæli sín að vísindin geti ekki fengist við
hversvegna-spurningar, að engri annarri viðleitni gangi það neitt
betur. Þessi „óvissuraunhyggj a“, eins og við getum kallað hana, nær
að minnsta kosti alla leið aftur til Humes. Við vitum, skrifar hann, að
mjólk og brauð em viðeigandi næring fyrir menn en ekki fyrir ljón
eða tígrisdýr, en við getum ekki „rakið hina endanlegu ástæðu fyrir
því“ að þessu skuli svona farið.9 Hume virðist gefa í skyn að aldrei
verði hægt að ráða bót á þessu dapurlega ástandi, án tillits til framfara
í lífeðlisfræði eða öðrum raunvísindum. Nokkrir höfundar á síðari
helmingi nítjándu aldar komu þessari afstöðu á framfæri undir slag-
orðunum: „Hlutverk raunvísindanna er að lýsa fyrirbærum, ekki að
skýra þau.“ Emst Mach, Gustav Kirchhoff og Joseph Petzoldt voru
meðal þekktustu einstaklinga í Mið-Evrópu sem voru talsmenn
þessarar skoðunar. í Englandi viðurkenndi Karl Pearson, áhrifamesti
málsvari hennar, að það sakaði ekkert að tala um „vísindalegar
skýringar“ að því tilskildu að „skýring“ sé notuð „í merkingu hins
lýsandi hvernig.“10 Við getum vissulega „lýst því hvernig steinn
fellur til jarðar en ekki hversvegna hann gerir það.“11„Enginn veit
hversvegna tvær frumeindir hafa áhrif á hreyfingu hvor annarrar.
Jafnvel þótt þyngdarafl yrði greint og því lýst með hreyfingu ein-
7 God and Philosophy (Guð og heimspekin), New Haven, 1959, bls.
140, skáletur Gilsons.
8 Ibid., bls. 72.
9 An Inquiry Conceming Human Understanding (Rannsókn á skilnings-
gáfunni, ísl. þýð. eftir Atla Harðarson, Hið ísl. bókmenntafélag,
1988), 4. Kafli, l.Hluti. - Þýð.
111 The Grammar of Science (Málfræði raunvísindanna), London, 1937,
bls. 97, skáletur Pearsons. (The Grammar of Science kom fyrst út
1892).
11 Ibid., bls. 103.