Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 82
80
Paul Edwards
hverrar einfaldari eindar eða ljósvaka-frumefnis verður heildin samt
sem áður lýsing, en ekki skýring, á hreyfingu. Vísindin mundu samt
sem áður verða að láta sér nægja að skrá hvernig hlutimir gerast.“ Það
er sama hve miklar framfarir verða í eðlisfræði, „eftir sem áður verður
það leyndardómur“12 hversvegna hlutimir gerast.
Óvissuraunhyggja er ekki eins mikið í tísku og fyrir sjötíu árum en
hún er hvergi nærri dauð. Þannig fullyrðir W. T. Stace, hálfri öld eftir
Pearson, að
Vísindaleg lögmál, rétt orðuð, „skýra“ aldrei neitt. Þau setja
einungis fram, í styttu og alhæfðu formi, það sem gerisl. Enginn
vísindamaður, og að mínum dómi enginn heimspekingur, veit
hversvegna neitt gerist eða getur „skýrt“ það.13
Svipað segir enski líffræðingurinn, Joseph Needham, eftir að hafa
vísað á bug lífhyggjunni sem dulrænni og vísindalega ófijórri kenn-
ingu: „Ekki aðeins lífhyggjumenn heldur okkur öll langar til að spytja
hversvegna lifandi vemr skuli vera til og haga sér eins og þær gera.“
„Um það,“ heldur Needham áfram, „getur hin vísindalega aðferð ekkert
sagt okkur.“ Lifandi verur
eru það sem þær eru vegna þess að eiginleikar orku og efnis eru það
sem þeir eru og á því stigi verður vísindaleg hugsun að eftirláta
vandann heimspekilegri og trúarlegri hugsun.1^
Bandaríski líffræðingurinn, George Gaylord Simpson, sem vitnar í
þennan kafla með velþóknun, bætir við að þegar komi að þessum
„hinstu leyndardómum“ sé guðfræðin ekkert betur stödd en vísindin.
Einnig hana „skortir getu til að sjá í gegnum þessa hinstu hulu.“15
Mikilvægt er að greina efnisleg atriði frá atriðum sem varða orðin
ein í yfirlýsingum sem þessum. Að svo miklu leyti sem hinir ýmsu
höfúndar sem vitnað hefur verið í vilja einungis halda því fram að
staðhæfingar um orsakasamband og vísindalögmál almennt og yfirleitt
12 Ibid., bls. 105.
13 Man against Darkness (Maðurinn gegn myrkrinu), Pittsburgh, 1967,
bls. 213, skáletur Staces.
^ Science, Religion and Reality (Vísindi, trú og veruleiki), New York,
1925, bls. 245.
This View ofLife (Þessi lífsskoðun), New York, 1963, bls 223.
15