Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 84
82
PauL Edwards
er augljósust þegar við fjöllum um vísvitandi athafnir manna eða
almennt um athafnir sem hafa einhvem tilgang. Það sem virðist
hvergi nærri augljóst, það sem virðist í rauninni augljóslega rangt, er
að athugunaraðferðir dugi ekki í grundvallaratriðum til að ákveða svar
við hversvegna- spumingum í þessum samböndum. Tökum sem
dæmi nýlegan þjófnað á Indlandsstjömu-safímum og öðmm gimstein-
um úr Náttúrusögusafninu í New York. Hér getum við vissulega
greint spurningarnar um það hversvegna innbrotið var framið frá
spumingunni um það hvemig það var framkvæmt. Síðari spurningin
mundi fást við einstök atriði verknaðarins - hvemig þjófamir komust
inn í bygginguna, hvemig þeir gerðu viðvörunarkerííð óvirkt, hvemig
þeir sneiddu hjá vörðunum, og svo framvegis. Hversvegna-spumingin
mundi aftur á móti grennslast eftir markmiði eða tilgangi þjófnaðar-
ins: Vom þjófamir bara að reyna að græða stórfé, eða voru kannski
einhver önnur markmið með í spilinu, eins og til dæmis að sanna
fyrir keppinautum sínum hve slyngir þeir væm eða að sýna vanhæfni
lögreglunnar? Nú er markmið eða áform manns vissulega ekki í
grundvallaratriðum ófmnanlegt og við vitum oft mætavel hvert það
er. Venjulega, þó ekki alltaf, veit maðurinn sjálfur einfaldlega hvert
markmið hans er. Til að mynda getur ræðumaður sem er að mæla
með ákveðinni stefnu, að því er virðist vegna þess að hún er „landinu
til góðs“, jafnframt vitað mætavel að raunvemlegt markmið hans er
að efla eigin hag. Áður fyrr var sagt að í slíkum aðstæðum þekki
maður sitt eigið áform með „sjálfskoðun" þar sem menn hugsuðu sér
sjálfskoðun sem einskonar „innra skyn“. Þessi talsmáti er ekki óvið-
eigandi við aðstæður þar sem maður áttar sig ekki á eigin hvötum,
því þá kann vel að vera nauðsynlegt fyrir hann að beina athygli að
sínum eigin tilfinningum, sem að sumu leyti svipar til þess að reyna
að greina einstaka drætti í landslagi, til þess að ganga úr skugga um
hver hin „sönnu“ markmið hans em. Miklu algengara er þó að maður
þekki einfaldlega áform sín og það væri miklu betra að segja að hann
viti þetta „án skoðunar" en að hann viti það með sjálfskoðun. Til þess
að komast að því hvað einhver annar ætlar sér með athöfnum sínum
nægir í óteljandi tilfellum að spyija manninn beint um áform hans.
Þar sem vafi leikur á um sannsögli gerandans eða þar sem maður er
haldinn sjálfsblekkingu er nauðsynlegt að grípa til ítarlegri könnunar.
í dæminu af fyrra tæinu mætti spyija gerandann alls konar annarra