Hugur - 01.01.1996, Page 88
86
Paul Edwards
komið frá trúleysingja sem er sennilega að láta í ljós harm sinn yfir
því að gangur heimsins er ekki í samræmi við siðferðilegar kröfur
manna. Jafnvel þegar trúmenn spyrja spuminga af þessu tæi má efast
um að þeir séu í öllum tilfellum að biðja um vitneskju um það
hvemig hugur Guðs starfar í smáatriðum. í hinu ákaflega hjartnæma
eintali í fyrsta þætti Rósariddarans (Der Rosenkavalier18) veltir
marskálksfrúin fyrir sér óumflýjanleika öldmnar og dauða:
Vel man ég stúlku
sem blómleg úr klaustrinu kom
og var þvingað í heilagt hjónaband.
Hvar er hún nú?
Hvemig má það virkilega vera
að ég, eitt sinn hún Resi litla,
verði að lokum gamla
konan?
Hvemig, hrópar hún, getur nokkuð svona lagað gerst? Því fer fjarri að
hún sé að efast um tilvist Guðs og hún heldur áfram að spytja:
Hversvegna gerir Herrann kæri það?
Og það sem verra er, ef hann verður að gera það svona:
Hversvegna lætur Hann mig sjá það
svona skýrt? Hversvegna
felur Hann það ekki fyrir mér?
Marskálksfrúin býst auðsýnilega ekki við svari við þessari spurningu.
Ekki, eða ekki einungis, vegna þess að frumspekingar og guðfræð-
ingar heimsins séu ekki alveg færir um að gefa það. Hún er ekki,
strangt til tekið, að spyija spumingar, heldur að láta í ljós harm sinn
og þá tilfinningu að hún sé algerlega umkomulaus.
En hverfum nú frá hinu hálf-guðfræðilega til hins guðfræðilega
„hversvegna". Vandkvæðin sem fólgin em í svari Gilsons eru alræmd
og þarf ekki að orðlengja um þau hér. Um er að ræða vandkvæðin
sem nútímahöfundar leggja mikla áherslu á og em í því fólgin að
segja eitthvað skiljanlegt um líkamalausan hug, takmarkaðan eða
1 ® Ópera eftir Richard Strauss með texta eftir Hugo von Hofmannsthal.