Hugur - 01.01.1996, Síða 90
88
Paul Edwards
síðarnefndum skilningi mundi telja hið guðfræðilega svar allsendis
ófullnægjandi, ekki (eða ekki bara) vegna þess að það sé
merkingarlaust eða rangt heldur vegna þess að það svarar ekki
spumingu hans. Það gengur ekki nógu langt. Því ef viðurkennt er að
til sé einhver Guð og að menn hafi verið skapaðir af Guði til að þjóna
ákveðnum markmiðum hans þá mundi spyijandi okkar nú spyrja
„Hversvegna er til svona Guð með þessi markmið og ekki öðruvísi
Guð með önnur markmið?“ eða hann mundi spyija róttækari spum-
ingar „Hversvegna var til Guð á einhverjum tíma frekar en ekkert?“
Staðhæfingin í Biblíunni „í upphafi skapaði Guð himin og jörð“,
segir Heidegger afdráttarlaust, „er ekki svar við ... spumingu okkar og
það er ekki einusinni hægt að tengja það henni.“ Trúmaðurinn sem
nemur staðar hjá Guði fer ekki með spurningar sínar „út í ystu
æsar“.22 (Ekki er víst hvernig einhver sem heldur til streitu allra-
hinstu hversvegna-spurningunni mundi bregðast við svari þeirra
guðfræðinga sem halda því fram að Guð hljóti að vera til og þess-
vegna eigi spurningin „Hversvegna var á einhverjum tfma til Guð
frekar en ekkert?“ ekki rétt á sér. Að öllum líkindum mundi hann
styðja þá skoðun, sem meirihluti heimspekinga frá dögum Humes og
Kants aðhyllist, nefnilega að það sé merkingarlaust að segja að
nokkuð, náttúrlegt eða yfirnáttúrlegt, hljóti að vera til.)
Þær stundir koma að flesir mundu telja þessar allrahinstu
hversvegna-spumingar öldungis fáránlegar. Stafford-Clark sjálfur talar
með óþolinmæði um „heilabrot“ og hinar þreytandi og endalausu
vangaveltur þráhyggjusjúklinga. ,„Hversvegna er veröldin til?‘ var
spurning sem einn sjúklingur gat ekki fundið neitt svar við en fékk
engan frið fyrir“.23 Þó eru flest okkar, á öðmm stundum, reiðubúin
að líta á þessar hversvegna-spumingar sem ákaflega djúphugsaðar, sein
gátur sem undursamlegt væri að eiga svarið við en sem hljóta um
aldur og ævi að verða óleystar, vegna þess hve vit okkar er takmarkað.
Að vísu hafa vissir heimspekingar, eins Schelling og Heidegger, sem
oft hafa verið úthrópaðir sem andstæðingar upplýsingar, lagt sérstaka
áherslu á allrahinstu hversvegna-spurningar. En það væri alger
misskilningur á ástandinu að halda að reynslusinnaðri heimspekingar,
eða raunar venjulegt fólk, hneigist ekki til að spyija þeirra eða taka
22 An Introduction to Metaphysics (Inngangur að frumspeki), bls 6-7.
23 Psychiatry Today (Geðsjúkdómafræði nú á dögum), bls. 112.