Hugur - 01.01.1996, Síða 99
Hversvegna?
97
ómögulegt að fara út fyrir það sem reynt er að skýra. Þetta er mál sem
ekki þarf að vera neinn ágreiningur um milli guðleysingja og
trúmanna eða milli rökhyggjumanna og raunhyggjumanna.
Nú mun ráð að draga saman meginniðurstöður þessarar greinar:
(1) Til er merking þar sem „hvemig“ og „hversvegna" merkja
nokkum veginn hið sama. í þeirri merkingu em raunvísindin fyllilega
fær um að fást við „hversvegna“- spumingar.
(2) Til em vissar merkingar þar sem „hvemig“ og „hversvegna" eru
notuð til að spyrja ólíkra spurninga, en hér er líka í
gmndvallaratriðum unnt að svara báðum tegundum spurninga með
aðferðum sem byggjast á reynslu.
(3) Ein „hversvegna“-spumingin um hinstu rök tilverunnar - það
sem hér hefur verið kallað hið guðfræðilega „hversvegna" - er notuð
til að spyija merkingarbærra spuminga, alltént ef tiltekin merkingar-
fræðileg vandamál um guðfræðilegt tal eru virt að vettugi. Bent var
þó á að að þetta þýðir ekki að guðfræðileg svör séu sönn eða vel
rökstudd.
(4) Sumar spumingar sem eiga að heita svo og byrja á „hvers-
vegna“ eru í rauninni umkvartanir en ekki spurningar og af þeirri
ástæðu ekki unnt að svara þeim.
(5) Hin allrahinsta hversvegna-spuming, sem svo margir hafa talið
ákaflega djúphugsaða, er merkingarlaus.
Gunnar Ragnarsson þýddi
Höfundur þessarar ritsmíðar, Paul Edwards, Bandaríkjamaður fæddur 1923,
var prófessor í heimspeki við Brooklyn College í New York og fyrirlesari
við The New School for Social Research. Hann er höfundur bókarinnar The
Logic of Moral Discourse (Rökfræði siðferðilegrar orðræðu) sem kom út
1955 og hefur skrifað fjölda greina í tímarit um heimspeki. Hann er
aðalritstjóri hins merka uppsláttarrits Encyclopedia of Philosophy sem
kom fyrst út 1967, í 8 bindum.
Greinin, sem heitir „Why?“ á frummálinu, birtist upphaflega í 8. bindi
nefnds uppsláttarrits og var prentuð, lítið eitt breytt, í A Modern
Introduction to Philosophy (Nútímaleg kynning á heimspeki), þriðju
útgáfu 1973, og er höfundur hennar ritstjóri þess verks. Er þýðingin gerð
eftir þeirri prentun.
Þýð.