Hugur - 01.01.1996, Síða 100

Hugur - 01.01.1996, Síða 100
Hugur 8. ár s. 98-99 Guðmundur Heiðar Frímannsson Inngangur þýðingar á „Það sem skjaldbakan sagði við Akilles“ Lewis Carroll hét réttu nafni Charles Lutwidge Dodgson og var á dögum frá 1832 til 1898. Hann var stærðfræðingur að mennt frá garði Kristskirkju í Oxford. Hann lauk prófi með frábærum vitnisburði árið 1854, var ráðinn til kennslu á garðinn það sama ár og kenndi þar til dauðadags. Hann skrifaði nokkrar bækur um stærðfræði en almennt er talið að engin þeirra hafi varanlegt gildi. Hann skrifaði einnig bækur um stærðfræðiþrautir, sem enn þykja góðar, og um stærðfræðilega rök- fræði.1 Þar á meðal er sú grein sem hér er þýdd. Eins og lesendur greinarinnar geta sjálfir gengið úr skugga um er í henni að finna umtalsverða hugvitssemi og fyndni sem er óvenjuleg í heimspeki- legum ritgerðum svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Þekktastur er Lewis Carroll þó fyrir barnabækur sínar Lísu í Undralandi og Inn í spegilinn en í þeim nýtur sín sérkennileg frásagnargáfa í bland við kunnáttu í rökfræði og stærðfræði og fyndni. Lísa í Undralandi er ein af örfáum bókum yfirleitt utan fræðanna sem ganga má að vísu að heimspekingar hafi lesið. Sú ritgerð sem hér er þýdd er ekki erfið skilnings. En þó er rétt að geta fáeinna hluta. Hún er auðvitað skilgetið afkvæmi þverstæðna Zenóns frá Eleu. En ein þverstæða hans var reist á kapphlaupi Akkillesar og skjaldböku. Akkilles fór í kapphlaup við skjaldböku og gaf henni forskot, segjum 10 metra. Á meðan Akkilles hljóp 10 metra fór skjaldbakan 1 metra. Meðan Akkilles fór 1 metra fór skjaldbakan 10 cm; þegar Akkilles hafði farið 10 cm var skjaldbakan 1 cm á undan. Og svona áfram í það óendanlega. Niðurstaðan er síðan sú að Akkilles kemst aldrei fram úr skjaldbökunni, þótt hann geti minnkað bilið óendanlega mikið á milli þeirra. 1 Nokkum fróðleik um fáeina þætti skrifa Carrolls má finna í bók Peters Geach og Þorsteins Gylfasonar Þrcetubókarkorni, 1990, Reykjavík, Heimspekistofnun Háskóla íslands, sjá bls. 22-23 og 46-54.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.