Hugur - 01.01.1996, Side 107
Ritdómar
105
Lipman gengur í sögu heimspekinnar og notar hana sem hugmynda-
banka, hann dorgar úr henni ráðgátur sem hann kemur síðan fyrir í
skáldsögum sínum. Lipman nefnir hvergi heimspekinga eða kenningar
þeirra á nafn en þeim sem til þekkja er ljóst hvar hann leitar fanga. Það er
reyndar álitamál hvort flokka beri sögur Lipmans sem „skáldsögur",
sjálfur hefur hann lýst þeim sem heimspekilegum skopstælingum
(philosophical caricature) út frá frumheimildum. Sögumar eiga sér
ákveðinn tilgang, þær eru lesbækur nemenda og eiga að nýtast þeim sem
stökkbretti fyrir heimspekilegar samræður.
Enn ein leiðin til að koma heimspeki á framfæri við böm er að leita
alfarið til heimspekilegra bamabókmennta. Gareth Matthews er hér
fremstur í flokki og til margra ára hefur hann fjallað um bamabækur út frá
heimspekilegum forsendum.2 3 4 Umfjöllun hans felst einkum í því að benda
á bækur sem fjalla beint og óbeint um heimspekilegar ráðgámr. Hann hefur
einnig fjallað um heimspekilegar barnabókmenntir í bókum sínum,
lesendum skal sérstaklega bent á Philosophy and the Young Child frá
1980.3 Lipman, Matthews og Gaarder eru sammála um að heimspeki eigi
fullt erindi til bama en þeir fara ólíkar leiðir til að koma henni á framfæri.
Að kenna heimspeki
Það er vissulega heimspekileg spuraing hvort hægt er að kenna nokkrum
manni nokkurn skapaðan hlut! Til eru þeir heimspekingar sem hallast að
því að allt eiginlegt nám sé sjálfsnám, að kennarinn geti í besta falli
skapað námsaðstæður og verið nemendum góð fyrirmynd.^ Samkvæmt
þessu er ekki hægt að stunda kennslu með beinum hætti, heldur einungis
óbeinum. Vissulega væri vert að huga nánar að hugtakinu „kennsla" - hér
látum við duga að gefa því gaum að kennari stundar naumast starf sitt nema
hann þjálfi nemendur sína, fræði þá og sé þeim fyrirmynd.
2 Hann er með fastan póst á fyrstu síðu í Thinking, The Joumal of
Philosophy for Children. Lipman ritstýrir tímariti þessu og Institute
for the Advancement of Philosophy for Children í New Jersey, U.S.A.,
gefur út
3 Aðrar bækur Mathews eru Dialogues with Children (1984) og
Philosophy of Childhood (1994). Harvard University Press gefur út.
4 Gilbert Ryle kemur sértaklega upp í hugann í þessu sambandi. 1979
gaf Basil Blackwell gaf út litla bók, On Thinking, í ritsjórn
Konstantins Kolendas með úrvali greina Ryles um hugsun. Ég bendi
sérstaklega á greinina „Thinking and Self-Teaching“ sem holla
lesningu.