Hugur - 01.01.1996, Page 115
Ritdómar
113
burtu - sem sagt í burtu frá jörðinni - af gríðarlegu afli. Þessi kraftur býr í
því til eilífðar af því að það hreyfist í lofttómu rúmi án viðnáms..."^
Jonathan Rée kennir heimspeki við háskólann í Middlesex á Englandi,
hann hakkar Gaarder í sig í ritdómi í Times Higher Educational
SupplementPieter Mostert, hollenskur heimspekingur, finnur Veröld
Soffíu flest til foráttu. Hann segir gæta ónákvæmni í frásögnum af
heimspekingum og kenningum þeirra, útskýringar séu yfirborðskenndar,
heimspekilegar samræður séu engar og Alberto Knox sé hinn versti
heimspekikennari.19 Mostert bað tvo 15 ára nemendur að segja álit sitt á
bókinni. Dómur þeiiTa er mun jákvæðari en atvinnuheimspekingsins; þeir
segja bókina langa og erfiða en hún auki skilning þeirra og útskýri
heimspekikenningar.20
Á Intemetinu er fjölmörg ummæh að finna um Veröld Soffíu. í grófum
dráttum em meginlínumar þær að atvinnuheimspekingar og sérfræðingar á
viðkomandi sviðum gagnrýna hana gjaman harkalega en annar almenn-
ingur hefur mikið dálæti á henni. Á tíðum vottar fyrir öfund og
afbrýðisemi hjá atvinnuheimspekingum í garð Gaarders, lýðskóla-
kennarans sem slær í gegn út á heimspeki án þess að vera heimspekingur!
Viðtökur almennings sýna að sagan höfðar ekki einungis til unglinga, til
þess er salan alltof mikil. Hvort allir kaupendur lesa bókina með athygli
ffá upphafi til enda er annað mál, jafnvel þótt helmingur lesenda gefist upp
stendur óhaggað að það er veruleg og vaxandi spum eftir heimspeki fyrir
almenning.
Þótt Gaarder hafi hvorki gagnrýnisbrodd Sókratesar, innsæi og
ritleikni Platóns né kennslubókaraákvæmni Aristótelesar hefur honum
tekist að miðla heimspekinni á þann hátt sem höfðar til almennings.
Hann dregur upp heildstæða og hefðbundna menningarsögu og gerir engar
Sent 6.10.95 á sömu ráðstefnu frá Rutherford Appleton Library.
Frá 3.2.95, s. 26. Sýnishom: „Philosophy teaches you to rely on your
common sense, and mine tells me this book is crap. It assumes that
thinking about philosophy is the same as being on a nodding
acquaintance with the history of great names.“
19 Analytic Teaching, 1995, 16 (1), s. 57-59. Dæmi: „In this novel ...
the reader is tormented by a teacher who cannot stop and does not
think... I wish Jostein Gaarder to be a better philosophy teacher
himself than the one in his novel.“
20 Ummæli þeirra, Willemijn Noordoven og Lindu Matthijssen, birtast á
sama stað, s. 59. Þau ljúka dómi sínum á þessum orðum: „We think
Sophie's World is a very good, but difficult book. Certainly we will
read it again and look things up when philosophy is dealt with in our
Greek and Latin classes."