Hugur - 01.01.1996, Page 125
Skýrslur
Skýrslur stjómar Félags áhugamanna um heimspeki
18. starfsár (1993-1994)
Eftir aðalfund 1993 var stjórn félagsins þannig skipuð: Gunnar
Harðarson, formaður, Ágúst Hjörtur Ingþórsson, ritari, Salvör Nordal,
gjaldkeri, Ólafur Páll Jónsson, meðstjórnandi, Dýrleif Dögg
Bjamadóttir, varamaður. Úr fyri stjóm gengu Björn Þorsteinsson ritari
og Guðrún C. Emilsdóttir meðstjómandi.
Tíu opinberir fyrirlestrar voru haldnir á vegum félagsins starfsárið
1993-1994. 10. júlí 1993 flutti Maurice de Candillac, prófessor
emeritus við Parísaráskóla fyrirlesturinn „L'Éthique d'Abélard“ sem
fjallaði um siðfræði franska miðaldaheimspekingsins Pierre Abélard.
17. nóvember flutti Þorsteinn Gylfason fyrirlestur er nefndist „Skólar“
og var hann haldinn á Selfossi í samvinnu við fræðslustjóra og
Fjölbrautaskóla Suðurlands. 27. nóvember 1993 flutti Halldór Guð-
jónsson fyrirlestur sem hann nefndi „í anda Hegels". 18. desember
1993 hélt Ingi Sigurðsson fyrirlestur sem nefndist „Hugmyndaheimur
Magnúsar Stephensens". Áætlaður fyrirlestur í janúar 1994 féll niður
en 20. febrúar 1994 flutti Kristján Kristjánsson fyrirlestur um
„Menntun" og var hann einnig haldinn á Selfossi. 19. mars 1994 hélt
Clarence E. Glad fyrirlesturinn „Klemens frá Alexandríu og sjálf-
stjómarsiðfræðin gríska“. 9. apríl 1994 flutti Nicholas Denyer frá
Cambridge fyrirlesturinn „Diogenes the Dog“. 30. apríl hélt Björn
Þorsteinsson fyrilesturinn „Sérstæð tign heimspekinnar“. 14. maí hélt
Per Ariansen, lektor við Óslóarháskóla, fyrirlestur um umhverfis-
heimspeki er nefndist „Values and the Environment". Og 28. maí
1994 var fyrirlestur Ólafs Páls Jónssonar, „Um frumspeki
Aristótelesar“.
í maí kom út tímarit félagsins, Hugur, 6. ár, 1993-1994, ritstjóri
var Ágúst Hjörtur Ingþórsson. Hugur var að þessu sinni helgaður
stjómmálaheimspeki. Auk formála ritstjóra vom í ritinu greinar um
það efni eftir Wayne Norman, Sigríði Þorgeirsdóttur, Jóhann Pál
Ámason og Þorstein Gylfason. Auk þess grein eftir Mikael M.