Hugur - 01.01.1996, Page 128
Ritfregnir
Jostein Gaarder: Veröld Soffíu, skáldsaga um heimspekina.
Þýðendur Aðalheiður Steingrímsdóttir og Þröstur Ásmundsson.
Mál og menning 1995. 489 blaösíður.
Heimspekisaga frá upphafi fram á þessa öld fléttuð inn í rammasögu
um Soffíu sem er að verða fimmtán ára og neyðist til að spyija grund-
vallarspuminga um tilvist sína. Bókin er hugsuð fyrir unglinga og
hefur verið metsölubók víða um heim.
Atli Harðarson: Afarkostir. Heimspekistofnun - Háskólaút-
gáfan 1995. 135 bls.
22 stuttar greinar um þverstæður. M.a. er rætt um verufræðilegu
rökin fyrir tilvist guðs, tvíhyggju um sál og líkama og þann
möguleika að lesandinn sé heili í kmkku. Höfundur leitast frekar við
að vekja spumingar en svara þeim.
Gunnar Harðarson: Littérature et spiritualité en Scandinavie
médiévale. La traduction norroise du De arrha animae de
Hugues de Saint-Victor. Étude historique et édition critique
(Bibliotheca Victorina, 5), Paris-Tumhout, 1995. X + 275 bls.
auk korta og mynda.
Bókin fjallar um norræna þýðingu á verkinu De arrha animae eftir
Hugo frá Viktorsklaustri, sem uppi var á fyrri hluta 12. aldar, en
þýðingin er varðveitt í þremur íslenskum handritum frá 14. og 15.
öld. í fyrri hluta bókarinnar er þýðingin og handrit hennar rannsökuð
og jafnframt hugað að sögulegum skilyrðum og bókmenntalegu og
félagslegu umhverfi. Seinni hluti bókarinnar hefur að geyma fræðilega
útgáfu á norrænu þýðingunni, þar sem texti allra handrita er prentaður
ásamt latneska textanum.
Páll Skúlason: / skjóli heimspekinnar. Háskóli íslands -
Háskólaútgáfan 1995. 183 bls.
Meðal efnis em greinar um samband manns og náttúm, um menningu
og ólíkar leiðir til að ræða hana og greinar um lífsskoðanir, t.d. um
hlutverk rithöfunda og kirkju í að rökræða og móta heilsteypta
lífsskoðun.