Hugur - 01.01.1996, Page 129
127
Ritfregnir
Aristóteles: Siðfrœði Níkomakkosar. Þýðandi Svavar Hrafn
Svavarsson. Hið íslenska bókmenntafélag 1995. Tvö bindi,
370 bls. og 296 bls.
Eitt frægasta rit Aristótelesar (384-322 f.Kr.) þar sem hann fjallar um
farsæld mannsins og greinir ítarlega hinar ýmsu dyggðir. í bókinni er
80 blaðsíðna inngangur og 100 blaðsíðna skýringakafli eftir þýð-
andann auk skýringa í neðanmálsgreinum.
Jón Þorkelsson Vídalín: Vídalínspostilla. Gunnar Kristjánsson
og Mörður Árnason sáu um útgáfuna og rita inngang og
skýringar. Mál og menning 1995. 1100 bls.
Safn húslestra sem lesnir voru á heimilum. Postillan telst meðal
helstu bókmenntaverka síðari alda á íslandi og átti lengi þátt í að móta
lífsskoðanir íslendinga.
Tilraunir handa Þorsteini. Afmœliskveðjur til Þorsteins
Gylfasonar ríflega fimmtugs. Heimspekistofnun - Háskóla-
útgáfan 1994.
Fjórtán kveðjur til Þorsteins Gylfasonar,þar á meðal ljóð og sönglög,
en einnig greinar um ýmis heimspekileg álitamál, eins og málspeki-
leg rök Berkeleys gegn efahyggju, réttlætiskenningu Rawles, afstöðu
Platóns lil skáldskapar, skilgreiningu á forræði og læknismeðferð á
vansköpuðum nýburum.
Árni Siguijónsson: Bókmenntakenningar síðari alda. Mál og
menning 1995. 462 blaðsíður.
Helstu kenningar um bókmenntir á tímabilinu 1500-1900 kynntar.
Þetta eru kenningar sem standa í margvíslegum tengslum við sögu
heimspekinnar. Auk þess að fjalla um fjölda erlendra höfunda er rætt
um skrif íslendinga á þessu sviði og þau tengd við erlenda strauma.
Hans Kristján Árnason og Gunnar Dal: Að elska er að lifa.
HÁK 1994. 480 bls.
Kristján Árnason ræðir við Gunnar Dal um skoðanir hans á
margvíslegum málefnum. Bókin skiptist í 200 sjálfstæða kafla þar
sem koma við sögu mál eins og hamingjan, menning, dulspeki og
tungumál.