Hugur - 01.01.1997, Síða 9

Hugur - 01.01.1997, Síða 9
HUGUR 9. ÁR, 1997 s. 7-28 Stefán Snævarr Sannleikur og suttungamjöður1 Snorri fróði í Reykholti segir svo frá að Æsir hafi eitt sinn búið til mann úr hráka og nefndist sá Kvasir. Ekki var Kvasir nein hrákasmíð nema síður sé, hann þótti bera af öðrum fyrir gáfna sakir. Viskan varð honum reyndar að fjörtjóni, dvergar sögðu að hann hefði kafnað úr mannviti. Úr dreyra Kvasis brugguðu Æsir mjöð þann er síðar var kenndur við jötuninn Suttung og verður hver sá maður skáld að bragði er bergir á drukknum. Skáldskapur og skilgreiningar Oft er sagt að í goðsögum séu fólgin djúplæg sannindi og hygg ég að svo muni vera um þessa sögn. Hún sýnir að skáldskapurinn er sam- kynja spekinni, hann er ekki eintómur uppspuni, ekki einber tjáning kennda, ekki eingöngu heillandi dægradvöl. Gagnstæða skoðunin hefur löngum verið landlæg. Sir Philip Sidney sagði í Ljóöréttu sinni á sextándu öld: „Skáldið staðhæfir ekkert og lýgur því aldrei.“2 Eg hyggst nú sýna fram á í þessari grein að Sir Philip og allir hans nótar hafi á röngu að standa. Fagurbók- menntir geta veitt okkur þekkingu, þokað okkur nær sannleikanum. Allir sem einhvem tímann hafa velt hugtakinu „fagurbókmenntir" fyrir sér vita að ekki er heiglum hent að finna viðunandi skilgreiningu á því. Til að bæta gráu ofan á svart geta tveir menn samþykkt tiltekna skilgreiningu í orði en verið algerlega ósammála um beitingu hennar. Annar segir að atómljóð beri ekki nafn með rentu og falli því ekki 1 Grein þessi byggir að verulegi leyti á fyrirlestri sem ég hélt á vegum Félags áhugamanna um heimspeki vorið 1995. Sá lestur byggði svo aftur á greininni „Diktningens sannhet“ í Norsk filosofisk tidskrifi nr. 2 1994, bls. 125-144. Sú ritsmíð átti sér forvera í greinarkominu „Að skapa og skilja" í Tímariti Máls og menningar 1991:2, bls. 65-73. Ætlun mín með þessari grein er að þróa áfram hugmyndir þær sem settar voru fram í greinunum tveimur. 2 Tilvitnunina hef ég úr bók René Welleks Four Critics (Seattle og London 1981), bls.59.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.