Hugur - 01.01.1997, Side 10

Hugur - 01.01.1997, Side 10
8 Stefán Snœvarr HUGUR undir skilgreininguna, hinn andæfir þessu ákaft. Listmat virðist því ráða æði miklu um það hvernig skilgreiningum á hugtakinu er beitt. Kannski er lausn vandans sú að hugtakið sé fjölskylduhugtak eins John Searle segir. Enginn vegur er að finna jafnt nauðsynlegar sem nægjanlegar forsendur þess að kalla tiltekið fyrirbæri „fagurbók- menntaverk," segir málspekingurinn bandaríski.3 Þau fyrirbæri sem kallast bókmenntaverk hafa hins vegar ættarmót með sama hætti og meðalfjölskylda. Gunni bróðir er rauðhærður eins og Gunna systir, síðarnefnda hefur nefið hans afa og á það sammerkt með Sigga bróður sem aftur hefur stór eyru eins og Gunni. Ekkert eitt einkenni sameinar systkinin, enginn „blikandi kjarni,“ heldur knippi af ýmsum ættar- fylgjum.4 En ýmislegt veldur því að ég er efins um ágæti þessarar greiningar. Bent hefur verið á að finna megi ættarmót með öllum hugsanlegum fyrirbærum í henni verslu. Stærsta málverk sem málað hefur verið á það sameiginlegt með stærstu risaeðlunni að vera stærsta fyrirbæri sinnar tegundar. Allt líkist öllu á einhvern hátt. Þannig gætum við búið til söfn fyrirbæra, sem heilbrigð skynsemi segir okkur að eigi ekkert sameiginlegt, og sagt að þau hafi ættarmót. Okkur væri í lófa lagið að segja stærðina ættarmót risaeðlunnar og málverksins. Svo ef ættarmótshugmyndin á að hafa eitthvert gildi verðum við að sýna fram á að tiltekinn fjölskylduhópur fyrirbæra sé samtengdur með kerfisbundnum, samhangandi og merkingarbærum hætti.5 En þá vaknar spurningin hvort ættarmótshugmyndin sé ekki óþörf. Að segja að tiltekin fyrirbæri tengist saman með áðumefndum hætti er stofnskylt því að segja að finna megi eðlisskilgreiningu sem þau falli undir. Við þessa rollu má bæta spekimálum heimspekingsins Maurice Mandelbaum. Hann segir að fylgjendur ættarmótshugmyndar- innar beini sjónum sínum eingöngu að auðskynjanlegum hliðum fyrirbæranna. Sé dýpra skyggnst megi finna sameiginlegan þátt með systkinum, nefnilega blóðböndin. Vilji menn nota ættarmót í yfir- færðri merkingu er eðlilegast að leita að einhverjum slíkum sameigin- 3 John Searle: „The Logical Status of Fictional Discourse“ í New Lilerary History (1974), bls. 320. 4 Þessar hugmyndir eru ættaðar frá Ludwig Wittgenstein: Philosophical Investigations (ensk. þýð. úr þýsku; Oxford 1958), sérstaklega greinar 65-77. 5 Harold Osbome: Aesthetics (Oxford 1972), bls. 6-7.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.