Hugur - 01.01.1997, Page 11
HUGUR
Sannleikur og suttungamjödur
9
legum þætti þótt hann sé ekki auðskynjanlegur.6 Hvað sem þessu
líður getum við alltént lært af Wittgenstein að ekki er hlaupið að því
að setja fram eðlisskilgreiningar. Sennilega er ekki röklega útilokað
að finna megi slíkar skilgreiningar en tilraunir okkar til þess ama em
fallvaltar. Auk heldur virðast hugtök á borð við bókmenntahugtakið
vera losaraleg og teygjanleg. Þess vegna læt ég mér nægja að tala um
„einkenni“ eða „ábendingar um skáldleika (literarítet)samanber
hugmynd Nelsons Goodman um „einkenni hins listræna" (symptom
of the aesthetic).7 Eg læt liggja milli hluta hvort þau fimm einkenni,
sem ég tel mig hafa fundið, séu einungis ættarfylgjur skáldskaparins
eða efniviður í eðlisskilgreiningu á hugtakinu „skáldleiki." Markmið
mitt er að sýna fram á að einkennin geti haft þekkingargildi og séu
þvx brýr milli skáldskapar og sannleika.
Lítum nú á þessa skáldlegu fimmund. Fyrsta einkennið er áherslan
á hið formlega, t.d. stfl. Hafi hið formlega mikið vægi í texta er það
ábending um skáldleika. Mikilvægi hins formlega getur birst í áherslu
á hrynjandi eins og gerst sést í rímuðum kveðskap. En hrynjandin
dugar skammt því menn geta sett saman þrælrímaða kviðlinga sem
fæstir teldu skáldskap. Þá getur skáldið brugðið á það ráð að auka
myndauðgi kvæðanna og færa þau þannig nærri brautum skáldskapar.
Því myndrænni sem textinn er því skáldlegri er hann en myndrænn er
sá texti sem þrunginn er líkingamáli. Lxkingar og myndhverfingar eru
gjaman „fáránlegar" og „fantastískar" en fáránleikinn er einmitt þriðja
ábendingin um skáldleika. Beiting þverstæðni í texta er ein aðferðin
til að gera hann fáránlegan og flokkast slík beiting undir stílbragð.
Sama gildir um notkun líkingamáls og em því fyrstu þrjú einkennin
6 Maurice Mandelbaum: „Family Resemblances and Generalization Concerning
the Arts“ í American Philosophical Quarterly, vol. 2 nr. 3 1965, bls. 219-228. Ben
Tilghman tekur málstað Wittgensteins og segir rangt að Wittgenstein einblíni á
skynjanlega eiginleika þegar ættarmót er annars vegar. Hann segir til dæmis
ættarmót með tölum og þær ekki skynjanlegar. B.R. Tilghman: But is it Art?
(Oxford, 1984), bls. 41-47.
7 Nelson Goodman: Languages ofArt. (Cambridge og Indianapolis 1969), bls. 252-
255. Glöggur lesandi hnýtur kannski um þýðingu mína á „aesthetic." En því er til
að svara að Goodman notar orðið „aesthetic" oftastnær í merkingunni „hið
listræna,“ ekki „hið fagurræna" eða „fagurfræðilega." Hann notar „symptom"
með hætti sem minnir á „sjúkdómseinkenni," þ.e. ábendingu um sjúkdóm. Ég nota
„einkenni“ með svipuðum hætti, e.t.v. hefði verið réttara að tala um „ábendingu
um skáldleika," eins og ég reyndar gef í skyn í meginmáli.