Hugur - 01.01.1997, Síða 11

Hugur - 01.01.1997, Síða 11
HUGUR Sannleikur og suttungamjödur 9 legum þætti þótt hann sé ekki auðskynjanlegur.6 Hvað sem þessu líður getum við alltént lært af Wittgenstein að ekki er hlaupið að því að setja fram eðlisskilgreiningar. Sennilega er ekki röklega útilokað að finna megi slíkar skilgreiningar en tilraunir okkar til þess ama em fallvaltar. Auk heldur virðast hugtök á borð við bókmenntahugtakið vera losaraleg og teygjanleg. Þess vegna læt ég mér nægja að tala um „einkenni“ eða „ábendingar um skáldleika (literarítet)samanber hugmynd Nelsons Goodman um „einkenni hins listræna" (symptom of the aesthetic).7 Eg læt liggja milli hluta hvort þau fimm einkenni, sem ég tel mig hafa fundið, séu einungis ættarfylgjur skáldskaparins eða efniviður í eðlisskilgreiningu á hugtakinu „skáldleiki." Markmið mitt er að sýna fram á að einkennin geti haft þekkingargildi og séu þvx brýr milli skáldskapar og sannleika. Lítum nú á þessa skáldlegu fimmund. Fyrsta einkennið er áherslan á hið formlega, t.d. stfl. Hafi hið formlega mikið vægi í texta er það ábending um skáldleika. Mikilvægi hins formlega getur birst í áherslu á hrynjandi eins og gerst sést í rímuðum kveðskap. En hrynjandin dugar skammt því menn geta sett saman þrælrímaða kviðlinga sem fæstir teldu skáldskap. Þá getur skáldið brugðið á það ráð að auka myndauðgi kvæðanna og færa þau þannig nærri brautum skáldskapar. Því myndrænni sem textinn er því skáldlegri er hann en myndrænn er sá texti sem þrunginn er líkingamáli. Lxkingar og myndhverfingar eru gjaman „fáránlegar" og „fantastískar" en fáránleikinn er einmitt þriðja ábendingin um skáldleika. Beiting þverstæðni í texta er ein aðferðin til að gera hann fáránlegan og flokkast slík beiting undir stílbragð. Sama gildir um notkun líkingamáls og em því fyrstu þrjú einkennin 6 Maurice Mandelbaum: „Family Resemblances and Generalization Concerning the Arts“ í American Philosophical Quarterly, vol. 2 nr. 3 1965, bls. 219-228. Ben Tilghman tekur málstað Wittgensteins og segir rangt að Wittgenstein einblíni á skynjanlega eiginleika þegar ættarmót er annars vegar. Hann segir til dæmis ættarmót með tölum og þær ekki skynjanlegar. B.R. Tilghman: But is it Art? (Oxford, 1984), bls. 41-47. 7 Nelson Goodman: Languages ofArt. (Cambridge og Indianapolis 1969), bls. 252- 255. Glöggur lesandi hnýtur kannski um þýðingu mína á „aesthetic." En því er til að svara að Goodman notar orðið „aesthetic" oftastnær í merkingunni „hið listræna,“ ekki „hið fagurræna" eða „fagurfræðilega." Hann notar „symptom" með hætti sem minnir á „sjúkdómseinkenni," þ.e. ábendingu um sjúkdóm. Ég nota „einkenni“ með svipuðum hætti, e.t.v. hefði verið réttara að tala um „ábendingu um skáldleika," eins og ég reyndar gef í skyn í meginmáli.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.