Hugur - 01.01.1997, Page 12

Hugur - 01.01.1997, Page 12
10 Stefán Snœvarr HUGUR nátengd. Fjórða einkennið tengist því þriðja. Því meira vægi sem hið skáldaða (hið ,,fiksjónala“) hefur í textanum, því eðlilegra er að kenna hann við fagurbókmenntir. Og ljóst má þykja að fantastískur texti er skáldaður þótt ekki sé allur skáldaður texti fantastískur. Ekki eru allar frásögur fantastískar hvað þá skáldaðar. Engu að síður virðist eðlilegt að telja frásögu eitt af einkennum skáldleika. Við tölum um skáld- sögur, smásögur og sagnljóð. Og í leikritum eru gjaman raktar sögur eins og alþjóð veit. Þá eru upptalin hin fimm einkenni skáldleika. En texti þarf ekki að hafa öll þessi einkenni til að eiga sæmdarheitið „skáldverk" skilið. Hefð hefur skapast fyrir því að kalla Njálu „bókmenntaverk“ þó hugsanlega hafi hún aðeins eitt einkennanna; það að vera frásögn. Og þótt Svo mœlti Zaraþústra hafi öll einkennin í ríkum mæli vilja margir fremur kenna þá skruddu við heimspeki en fagurbókmenntir. I mörgum textum greiningarspekinnar má finna mýgrút dæma sem eru skáldaðar frásagnir. Samt dettur engum í hug að kalla texta þessa „bókmenntaverk.“ Auk þessa má finna yrðingar í skáldverkum sem gætu staðið í hvaða fræðiriti eða blaðagrein sem vera skyldi. Til dæmis er ágæt lýsing á orrustunni við Waterloo í Vesalingum Victors Hugo sem hefði sómað sér vel í sagnfræðiriti. Flest ljóð eru ekki frásagnir og mörg eru gjörsneydd líkingamáli, t.d. svonefnd opin ljóð. Þrátt fyrir þetta dettur fæstum í hug að kalla þau neitt annað en fagurbókmenntir. En hvaða ástæður aðrar höfum við til að kenna Hómerskviður við fagurbókmenntir en að þær hafa öll einkennin í ríkum mæli? Og hvaða rök önnur höfum við fyrir að segja að Svo mœlti Zaraþústra sé frá einu sjónarhomi skáldverk nema þau að ritið uppfylli öll skilyrðin? Hvaða ástæður aðrar höfum við til að efa að Njála sé réttnefnt skáldverk nema efasemdir um að hún uppfylli nægilega mörg af skilyrðunum? Sönnunarbyrðin hvílir á þeim sem em gagnstæðrar skoðunar. Hvað sem öðru líður þá hljómar einkenni- lega að segja um tiltekinn texta x að hann sé bókmenntaverk en hann sé samt gjörsneyddur líkingamáli. Og til að bæta gráu ofan á svart, að hið formlega skipti engu máli og að í honum sé enga frásögn að finna. Auk þessa, að hann sé jafn ófantastískur og blaðagrein og að allt sem í honum standi sé lýsing á veruleikanum eins og hann komi fyrir af skepnunni. Ljóst má þykja að við höfum enga sérstaka ástæðu til að kalla x „bókmenntaverk."
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.