Hugur - 01.01.1997, Page 12
10
Stefán Snœvarr
HUGUR
nátengd. Fjórða einkennið tengist því þriðja. Því meira vægi sem hið
skáldaða (hið ,,fiksjónala“) hefur í textanum, því eðlilegra er að kenna
hann við fagurbókmenntir. Og ljóst má þykja að fantastískur texti er
skáldaður þótt ekki sé allur skáldaður texti fantastískur. Ekki eru allar
frásögur fantastískar hvað þá skáldaðar. Engu að síður virðist eðlilegt
að telja frásögu eitt af einkennum skáldleika. Við tölum um skáld-
sögur, smásögur og sagnljóð. Og í leikritum eru gjaman raktar sögur
eins og alþjóð veit.
Þá eru upptalin hin fimm einkenni skáldleika. En texti þarf ekki að
hafa öll þessi einkenni til að eiga sæmdarheitið „skáldverk" skilið.
Hefð hefur skapast fyrir því að kalla Njálu „bókmenntaverk“ þó
hugsanlega hafi hún aðeins eitt einkennanna; það að vera frásögn. Og
þótt Svo mœlti Zaraþústra hafi öll einkennin í ríkum mæli vilja
margir fremur kenna þá skruddu við heimspeki en fagurbókmenntir. I
mörgum textum greiningarspekinnar má finna mýgrút dæma sem eru
skáldaðar frásagnir. Samt dettur engum í hug að kalla texta þessa
„bókmenntaverk.“ Auk þessa má finna yrðingar í skáldverkum sem
gætu staðið í hvaða fræðiriti eða blaðagrein sem vera skyldi. Til
dæmis er ágæt lýsing á orrustunni við Waterloo í Vesalingum Victors
Hugo sem hefði sómað sér vel í sagnfræðiriti. Flest ljóð eru ekki
frásagnir og mörg eru gjörsneydd líkingamáli, t.d. svonefnd opin ljóð.
Þrátt fyrir þetta dettur fæstum í hug að kalla þau neitt annað en
fagurbókmenntir. En hvaða ástæður aðrar höfum við til að kenna
Hómerskviður við fagurbókmenntir en að þær hafa öll einkennin í
ríkum mæli? Og hvaða rök önnur höfum við fyrir að segja að Svo
mœlti Zaraþústra sé frá einu sjónarhomi skáldverk nema þau að ritið
uppfylli öll skilyrðin? Hvaða ástæður aðrar höfum við til að efa að
Njála sé réttnefnt skáldverk nema efasemdir um að hún uppfylli
nægilega mörg af skilyrðunum? Sönnunarbyrðin hvílir á þeim sem
em gagnstæðrar skoðunar. Hvað sem öðru líður þá hljómar einkenni-
lega að segja um tiltekinn texta x að hann sé bókmenntaverk en hann
sé samt gjörsneyddur líkingamáli. Og til að bæta gráu ofan á svart, að
hið formlega skipti engu máli og að í honum sé enga frásögn að
finna. Auk þessa, að hann sé jafn ófantastískur og blaðagrein og að
allt sem í honum standi sé lýsing á veruleikanum eins og hann komi
fyrir af skepnunni. Ljóst má þykja að við höfum enga sérstaka ástæðu
til að kalla x „bókmenntaverk."