Hugur - 01.01.1997, Side 17
HUGUR
Saimleikur og suttungamjöður
15
Einmanin þekkir mætavel hvemig þögnin magnar öll hljóð en
getur tæpast orðað þá reynslu svo viðunandi sé. Ærandi þögn er ekki
hlutur sem við getum séð og tekið á svo okkur verður því gjarnan
orða vant er við hyggjumst lýsa henni. En skáldið Einar varpar ljósi á
vitneskju vora um þögnina með myndmáli sínu, gefur okkur kort af
henni. Hann opnar augu okkar fyrir hinu velþekkta, sjálfsagða, með
því að beita því mælskubragði sem rússneski formalistinn Viktor
Shklovski kallaði „framandgjörvingu.“14 Við beitum framandgjörv-
ingum er við lýsum einhverju hversdagslegu með óvæntum og
annarlegum hætti. Dæmi um framandgjörvingu í texta Einars er þegar
hann segir að regndroparnir verði að ræðumönnum. Með þessum
myndhvörfum gerir Einar regndropana framandi og opnar augu okkar
(eða kannski eyru) fyrir síbylju regns sem fellur á rúðu í hljóðu húsi.
Annað skáld, Svisslendingurinn Robert Walser, lýsir hughrifum af
snæviþaktri grund með svofelldum hætti:
Og það er hlýtt í öllum þessum mjúka kafasnjó, það er hlýtt eins og í
notalegri stofu þar sem frómar manneskjur hafa hist til að eiga saman
ljúfa stund.15
Flestir þekkja þessa notakennd en höfundur skerpir skilning okkar á
henni með samlíkingu við það sem Baunar kalla „hjemmelig hygge.“
Einhverjum kann að þykja hughrif af snæviþaktri grund eða þekk-
ing á ærandi þögn ómerkileg hversdagsfyrirbæri. Verð ég ekki að sýna
fram á að skáldskapur geti varpað ljósi á eitthvað það sem nálgast
kviku mannlífsins ef verða skal barn úr brók? Flestir myndu telja
miklar geðsveiflur í námunda við nefnda kviku og þunglyndi einhvern
þyngsta kross sem leggja má á nokkum mann. Því er ekki úr vegi að
kanna innviði ljóðs sem ber heitið „Schwermut“ (Þunglyndi), eftir
þýska expressjónistann August Stramm. Við sláum reyndar tvær
flugur í einu höggi því jafnframt sjáum við dæmi um hvernig hægt er
að framandgerva án þess að nota myndmál í neinum mæli:
14 Viktor Shklovski: „Art as Technique" (þýð. úr rússnesku), t.d. í L. T. Lemon og
M. J. Reis (ritstj.), Russian Formalist Crilicism. Four Essays (Univ. of Nebraska
Press 1965), bls. 5-24.
15 Robert Walser: „Alsnjóa" (þýð. Hjálmar Sveinsson), Tímarit Máls og menningar
1990:4, bls. 95.