Hugur - 01.01.1997, Side 17

Hugur - 01.01.1997, Side 17
HUGUR Saimleikur og suttungamjöður 15 Einmanin þekkir mætavel hvemig þögnin magnar öll hljóð en getur tæpast orðað þá reynslu svo viðunandi sé. Ærandi þögn er ekki hlutur sem við getum séð og tekið á svo okkur verður því gjarnan orða vant er við hyggjumst lýsa henni. En skáldið Einar varpar ljósi á vitneskju vora um þögnina með myndmáli sínu, gefur okkur kort af henni. Hann opnar augu okkar fyrir hinu velþekkta, sjálfsagða, með því að beita því mælskubragði sem rússneski formalistinn Viktor Shklovski kallaði „framandgjörvingu.“14 Við beitum framandgjörv- ingum er við lýsum einhverju hversdagslegu með óvæntum og annarlegum hætti. Dæmi um framandgjörvingu í texta Einars er þegar hann segir að regndroparnir verði að ræðumönnum. Með þessum myndhvörfum gerir Einar regndropana framandi og opnar augu okkar (eða kannski eyru) fyrir síbylju regns sem fellur á rúðu í hljóðu húsi. Annað skáld, Svisslendingurinn Robert Walser, lýsir hughrifum af snæviþaktri grund með svofelldum hætti: Og það er hlýtt í öllum þessum mjúka kafasnjó, það er hlýtt eins og í notalegri stofu þar sem frómar manneskjur hafa hist til að eiga saman ljúfa stund.15 Flestir þekkja þessa notakennd en höfundur skerpir skilning okkar á henni með samlíkingu við það sem Baunar kalla „hjemmelig hygge.“ Einhverjum kann að þykja hughrif af snæviþaktri grund eða þekk- ing á ærandi þögn ómerkileg hversdagsfyrirbæri. Verð ég ekki að sýna fram á að skáldskapur geti varpað ljósi á eitthvað það sem nálgast kviku mannlífsins ef verða skal barn úr brók? Flestir myndu telja miklar geðsveiflur í námunda við nefnda kviku og þunglyndi einhvern þyngsta kross sem leggja má á nokkum mann. Því er ekki úr vegi að kanna innviði ljóðs sem ber heitið „Schwermut“ (Þunglyndi), eftir þýska expressjónistann August Stramm. Við sláum reyndar tvær flugur í einu höggi því jafnframt sjáum við dæmi um hvernig hægt er að framandgerva án þess að nota myndmál í neinum mæli: 14 Viktor Shklovski: „Art as Technique" (þýð. úr rússnesku), t.d. í L. T. Lemon og M. J. Reis (ritstj.), Russian Formalist Crilicism. Four Essays (Univ. of Nebraska Press 1965), bls. 5-24. 15 Robert Walser: „Alsnjóa" (þýð. Hjálmar Sveinsson), Tímarit Máls og menningar 1990:4, bls. 95.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.