Hugur - 01.01.1997, Síða 27
HUGUR
Sannleikur og suttungamjöður
25
að þýða myndhvörfin á bókstaflegt mál. Myndhvörfin „maðurinn er
úlfur“ eru samkvæmt þessu aðeins stytting á samlrkingunni „menn
líkjast úlfum.“ Black heldur því fram að þessi styttingarkenning sé
innihaldslaus. Styttingarsinnar telja að myndhvörf hafi rökháttinn „M
táknar eitthvað sem lfkist því sem L táknar“. Vandinn er sá að hvert
fyrirbæri getur aðeins líkst öðru að einhverju leyti, mismunandi
mikið og frá einhverju tilteknu sjónarhomi. Það er ekkert til sem
heitir að lrkjast í sér sjálfu, samanber gagnrýni Osbomes á ættarmóts-
kenninguna. Því er skynsamlegra að spyrja spuminga á borð við „er A
líkt B með tilliti til PT (P táknar væntanlega einhvem eiginleika) eða
spurninga á borð við „er A nærri B á P-skala?“ Þegar við beitum
myndhvörfum em tvær hugmyndir um tvö mismunandi fyrirbæri virk
samtímis. Tökum myndhvörfin „fátæklingarnir eru svertingjar
Evrópu.“ Hér eru hugmyndir okkar um evrópska fátæklinga og
bandaríska svertingja virkar samtímis. Orðið „svertingi“ fær hér nýja
merkingu, það er ekki notað í sinni bókstaflegu merkingu og alls ekki
notað í merkingu sem á sér neitt beint samheiti.
Hugsum okkur að myndhvörf séu síur, segir Black. Hyggjum í því
sambandi að myndhvörfunum „maðurinn er úlfur.“ Til að skilja mynd-
hvörfin er ekki nóg að skilja orðið „úlfur“ sínum venjulega orða-
bókarskilningi, við verðum einnig að taka með í reikninginn hug-
tengsl þau sem orðið jafnan vekur. Við tengjum úlfa gjarnan við
grimmd, einmanaleika, hungur o.s.frv. Og ef við notum úlfa-
myndhvörf um manninn þá leggjum við áherslu á vissar hliðar á
mannskepnunni en ýtum öðrum til hliðar. Við veltum því fyrir okkur
hvort mannskepnan sé lík úlfum með tilliti til vissra eiginleika. Segja
má að úlfamyndhvörfin móti mynd okkar af manninum og öfugt
sjáum við úlfinn í nýju ljósi, okkur finnst kvikindin kannski öllu
mannlegri en áður. Því má jafnvel halda fram að myndhvörfin skapi
fremur en uppgötvi það sem er líkt með fyrirbærum. Það eiga sér stað
víxlhrif milli orða sem notuð eru í bókstaflegri merkingu í
myndhvörfum (í okkar dæmi ,,maður“) og þeirra sem notuð eru í
yfirfærðri merkingu (í okkar tilviki orðið ,,úlfur“). Þess vegna kallar
Black kenningu sína „víxlhrifakenningu."
Black segir að líkja megi myndhvörfum við það að horfa á
himininn gegnum skjá með möttu gleri þar sem eru nokkrar skýrar
rákir og ég sé aðeins þær stjömur sem skína gegnum rákirnar. í úlfs-