Hugur - 01.01.1997, Side 33

Hugur - 01.01.1997, Side 33
HUGUR Descartes fyrir byrjendur 31 ekki þar fyrir siðleysingjar né villimenn, heldur hafa þeir margir hverjir skynsemina að leiðarljósi ekki síður en við og jafnvel fremur. Fólk lætur því miklu fremur stjómast af hefð og fordæmi en óyggjandi þekkingu. En þó er ekkert mark að fylgi fjöldans við sannindi, sem ekki liggja á yfirborðinu, því að miklu meiri líkindi eru til, að einn maður finni þau en heil þjóð. Ég fékk því ekki séð, að ég gæti tekið skoðanir eins manns fram yfir aðrar, og var þá nauðugur einn kostur að grípa til eigin ráða.1 I Orðrœðunni koma fram, í furðulega stuttu máli, aðalatriðin í vís- indalegum viðhorfum Descartes og heimspekilegri aðferð hans. Hann gat sett fram flóknar heimspekikenningar með svo miklum glæsibrag að þær virtust fullkomlega skiljanlegar við fyrsta lestur og láta samt enn í té efni til umhugsunar lærðustu sérfræðingum. Hann hældi sér af því að verk sín mætti lesa „alveg eins og skáldsögur.“ Meginhug- myndir hans má reyndar setja fram á svo gagnorðan hátt að þær kæm- ust fyrir aftan á póstkorti; og samt voru þær svo byltingarkenndar að þær breyttu gangi heimspekinnar um aldir. Vildi maður skrifa meginhugmyndir Descartes aftan á póstkort þyrfti hann aðeins tvær setningar: maðurinn er hugsandi andi; efnið er rúmtak á hreyfingu. Allt í kerfi Descartes á að skýra út frá þessari tvískiptingu í anda og efni. Já, það er einmitt Descartes að þakka að við hugsum um anda og efni sem hinar tvær miklu „deildir“ heimsins sem við búum í og sem útiloka hvor aðra og eru í sameiningu tæm- andi. Fyrir Descartes er maðurinn hugsandi veruleiki. í heimspeki Aristótelesar er maðurinn í eðli sínu samsetningur úr sál og líkama; líkamalaus tilvera, ef hún er möguleg yfirleitt, er lemstruð og ófull- komin tilvera. Fyrir Descartes er allt eðli mannsins andinn eða hug- urinn. í þessu lífi er náið samband milli anda okkar og líkama, en það er ekki líkami okkar sem gerir okkur að því sem við erum. Ennfremur er andinn hugsaður á nýjan hátt: eðli andans er ekki skynsemi heldur vitund, vitund um eigin hugsanir og viðföng þeirra. Maðurinn er eina 1 Úr þýöingu Magnúsar G. Jónssonar á Orðrœðu um aðferð sem kom út í lærdóms- ritaflokki Hins íslenska bókmenntafélags 1991, með inngangi og skýringum eftir Þorstein Gylfason.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.