Hugur - 01.01.1997, Page 39

Hugur - 01.01.1997, Page 39
HUGUR Leikreglur og lífsgildi 37 þessa fomu dygðastefnu að komast mætti að hlutlægum niðurstöðum um forsendur lífshamingju og það væri raunar meginverkefni siðfræð- innar að gera grein fyrir þeim. Þessi fomgríski hugsunarháttur í siðfræði lifði í stórum dráttum af gegnum miðaldir og gekk þar í eina sæng með kristnum hugmyndum um yfimáttúrulega réttlætingu og tilgang hins góða lífs. Það er ekki fyrr en á nýöld þegar breyttar hugmyndir um manneðlið og veruleik- ann ryðja sér til rúms að menn taka að leita nýrra leiða til að renna stoðum undir siðferðið. Með töluverðri einföldun má lýsa þessari breytingu þannig að í stað þess að líta á siðferðið sem innri eiginleika mannsins sé nú fremur litið á það sem ytra reglukerfi sem sé nauðsyn- legt til að koma skikkan á mannleg samskipti.2 Svo tekin séu tvö skýr dæmi sem varpa ljósi á þau skörpu skil sem hér verða í siðfræðilegri hugsun má nefna Aristóteles annars vegar og Thomas Hobbes hins vegar. Sá fyrmefndi leit svo á að siðferðið væri mönnum nauðsynlegt til að þeir gætu náð að blómstra; sá síðarnefndi taldi siðferðið óhjákvæmilegt til að koma í veg fyrir stríðsástand manna á milli. Aristóteles leit því á þau lífsgildi sem menn tileinkuðu sér með dygðugri breytni; Hobbes einblíndi á þær lágmarksleikreglur sem menn yrðu að lúta til þess að mannleg samskipti gætu gengið fyrir sig. Taka má dæmi úr umferðinni til að varpa ljósi á þennan mun frá öðru sjónarhorni. Líkja má siðfræði Aristótelesar við tilraun til að lýsa kostum þeirra ökumanna sem eru til fyrirmyndar í umferðinni; siðfræði Hobbes gerir aftur á móti grein fyrir tímíerðarreglunum og þeim viðurlögum sem menn kalla yfir sig þegar þau eru brotin.3 2. Afstaða Kants: Hamingjan er hugsjón ímyndunaraflsins Sá heimspekingur sem leiðir þetta mál til skipulegra lykta er Immanuel Kant. Andspænis hinum fomgnsku spekingum lagði Kant á það áherzlu að það væri ekki hlutverk siðferðislífsins að gera okkur hamingjusöm. Mig langar til að vekja athygli á tvenns konar rökum sem Kant færir fyrir þessu viðhorfi. í fyrsta lagi bendir hann á að þótt hamingjan virðist vera sammannlegt markmið þá séu leiðimar að 2 Sbr. Þorstein Gylfason, „Siðfræðispjall,“ (Háskóli íslands, 1981). Fjölrit. 3 Ég segi stuttlega frá siðfræði Hobbes í kveri mínu Þœttir úr sögu siðfrœðinnar (Reykjavík: Háskóli íslands 1990), s. 37-44.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.