Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 41
HUGUR
Leikreglur og lífsgilcLi
39
af óeigingjörnum hvötum - og spyrja hver séu skilyrði þess að slík
breytni sé möguleg. Höfuðniðurstaða hans er sú að einungis hug-
myndin um sjálfrœði viljans geti skýrt þessar forsendur. Sjálfræði
mannsins birtist í því að hann getur sett sér almennar reglur sem hann
kýs að fylgja af „prinsipástæðum,“ eins og sagt er. Með því að breyta
með þessum hætti í samræmi við alhæfanlegar hugmyndir um rétt og
rangt losar einstaklingurinn sig undan eigingjömum tilhneigingum og
utanaðkomandi áhrifum og verður sjálfur höfundur athafna sinna. Kant
gerir þannig lögmál frelsisins, eins og hann nefnir þau, að grunni
siðfræði sinnar. Með þessum hætti losar hann eiginlegar siðareglur úr
viðjum viðtekinna lífsgilda. Svo aðeins eitt dæmi sé nefnt um
mikilvægi þessarar hugmyndar, þá felur hún það í sér að öll siðaboð
sem helgazt hafa af sögulegri hefð verða að standast próf siðrænnar
skynsemi til þess að binda menn siðferðilega.
Það er einkum tvennt í málflutningi Kants sem hefur verið
afdrifaríkt fyrir siðfræðilega umræðu alla tíð síðan. Fyrra atriðið er
það sem kallað hefur verið alhœfingarlögmálið. Inntakið í því er sú
siðferðilega krafa að menn breyti jafnan eftir þeirri siðareglu sem þeir
geta röklega viljað að muni gilda sem almennt lögmál. Með þessari
kröfu gerir Kant það að lykilatriði í siðfræðilegri hugsun að menn
leitist við að breyta eftir reglum sem sanngjamt er að gangi jafnt yfir
alla. Þar með eru menn knúnir til að hugsa um og efla þá hagsmuni
sem fólk á sameiginlega og hægt er að verja með fullri samkvæmni.
Kenning Kants um alhæfingarlögmálið hefur vissulega margvísleg
vandkvæði í för með sér, en ég tel að með því hafi hann samt sem
áður lagt fræðilegan homstein þeirrar hugmyndar sem hefur gegnt
þýðingarmestu hlutverki í gervallri siðfræðilegri hugsun síðan.
Hin lykilhugmyndin í siðfræði Kants - sem hann lítur raunar á
sem aðra úgáfu sama siðalögmáls - er venjulega kennd við kröfuna
um virðingu fyrir persónunni. I framsetningu Kants hljómar hún á
þessa leið:
Komdu aldrei þannig fram við nokkra manneskju, sjálfa þig eða aðra,
að þú sért bara að nota hana í einhverju skyni, heldur ber þér að koma
fram við hverja manneskju jafnframt sem markmið í sjálfu sér.6
6 H. J. Paton, The Moral Law. Kant's Groundwork ofthe Metaphysics of Morals, s.
91.