Hugur - 01.01.1997, Side 44
42
Vilhjálmur Arnason
HUGUR
semji réttlætislögmálin frá grunni. Líkt og Kant dró fram kjama krist-
ins siðferðis í sinni kenningu, þá dregur Rawls fram kjarnann í
pólitískri hefð Vesturlanda, þær hugmyndir um réttlæti sem liggja
lýðræðislegum stjómsiðum til grundvallar. Gefum honum sjálfum
orðið: „[Gjrundvallarinnsæið sem nær yfir allar mínar hugmyndir og
þær eru kerfisbundið byggðar í kringum, er um samfélagið sem
sanngjarna skipan á samvinnu milli frjálsra jafningja. Réttlæti sem
sanngimi á rætur sínar í þessari hugmynd sem einum þeirra grunn-
þátta er við teljum felast í lýðræðismenningunni."12 Sáttmáli sáttar-
gjörðarmanna undir fávísisfeldi er leið Rawls til að sýna fram á að sú
réttlætishugmynd sem mótað hefur innviði hins borgaralega samfélags
- og felst öðru fremur í hugmyndinni um siðferðilegan jöfnuð allra
manna og kröfunni um að skapa þeim jöfn tækifæri - sé sanngjöm.
Jafnframt er sáttmálinn leið til að sýna fram á hvaða ályktanir okkur
ber að draga af þessum hugmyndum; til dæmis í því skyni að gagn-
rýna það samfélag sem er ætlað að tryggja þær. Innsæið er sanngjamt
vegna þess að það er ótruflað af þeirri sérhagsmunagæzlu sem
fávísisfeldinum er ætlað að koma í veg fyrir.
Samræðuhugmynd Habermas er í a.m.k. einu afdrifaríku atriði ólík
kenningu Rawls. Það er lykilatriði hjá Habermas að hlutverk heim-
spekingsins sé ekki að leiða samræðuna til lykta, eins og Rawls gerir
að verulegu leyti með því að útlista réttlætislögmálin sem sáttar-
gjörðarmenn muni komast að. Heimspekingurinn á að láta sér nægja
að skýra forsendur þess að siðferðileg samræða eigi sér stað og að fólk
geti komizt að sanngjörnum niðurstöðum, en hann á að láta fólkinu
sjálfu eftir að komast að þeim. Með þessu reynir Habermas að varð-
veita samræðuna sjálfa sem hann segir að glatist í meðförum
Rawls.13
Kenning Habermas um hvað geti talizt réttmætar leikreglur er að
þær muni öðlast viðurkenningu allra þeirra sem þátt tækju í upplýstri
og óþvingaðri rökræðu um efnið. Habermas spyr í anda Kants: Hvað
geta allir viljað í óþvingaðri rökræðu að ætti að gilda sem algilt
1 2 Rawls, „Justice as Faimess: Political not Metaphysical,“ Philosophy and Public
Affairs 14/3 (1985), s. 231.
13 í ljósi þessa má segja að kenning Rawls sé nær því að vera hefðbundin heim-
spekileg einræða en réttnefnd samræðusiðfræði. Sjá um þetta atriði, Habermas,
Moral Consciousness and Communicative Action, þýðing C. Lenhardt og S. W.
Nicholsen (Cambridge: Poiity Press 1990), s. 66 og 198.