Hugur - 01.01.1997, Síða 52
HUGUR 9.ÁR, 1997
s. 50-81
Stefán Erlendsson
Samræðusiðfræði Jiirgens
Habermas*
Réttlæti er óhugsandi án einhvers konar sátta eða samkomulags. Meira
að segja í hinum heimsborgaralegu hugmyndum frá ofanverðri átjándu
öld, er hið forna einingarafl frændsemi ekki fellt úr gildi heldur
umbreytt í samstöðu með öllu sem mannlegt er.
Jiirgen Habermas
Undanfama tvo áratugi eða svo hefur þýski heimspekingurinn Jiirgen
Habermas átt drýgstan þátt í að móta svokallaða samskipta- eða sam-
ræðusiðfræði ásamt starfsbróður sínum Karl-Otto Apel. Þessi tegund
siðfræði varð til sem andsvar við efahyggju um verðmæti sem spratt
upp í kjölfar vaxandi tilhneigingar (vísindahyggju) til að einskorða
mannlega skynsemi við svið vísinda og tækni á velmegunarárunum
eftir síðari heimstyrjöld.* 1 Apel og Habermas tilheyra að þessu leyti
hópi heimspekinga sem neituðu að fallast á þá skoðun að gildisdómar
væru annað hvort háðir tilvistarvanda einstaklinga eða hreinlega
hvatningar en ekki lýsingar (emotivism) og því óhjákvæmilega hug-
lægir. En þarna bjó einnig að baki sú von að takast mætti að skapa
gagnrýninni kenningu nýjan heimspekilegan gmndvöll með útfærslu á
* Greinin er að stofni til erindi, sem ég flutti á málþingi sem Félag áhugamanna um
heimspeki stóð fyrir í Viðey þann 11. mars 1995 undir yfirskriftinni „Evrópskir
heimspekingar - evrópsk heimspekihefð." Hún byggir á doktorsverkefni sem ég
hef unnið að við The London School of Economics and Political Science í Lundún-
um undanfarin ár. Verkefnið er styrkt af Vísindasjóði. Arndís Guðmundsdóttir,
Erla Erlendsdóttir, Guðsteinn Bjamason og Vilhjálmur Árnason lásu greinina yfir í
handriti og gerðu ýmsar gagnlegar athugasemdir sem ég hef tekið tillit til. Kann ég
þeim bestu þakkir fyrir.
1 K. O. Apel, „The a priori of the Communication Community and the Foundations
of Ethics,“ í Towards a Transformation of Philosophy, þýð. G. Adey og D. Frisby
(London: Routledge, 1980), s. 225-230; J. Habermas, „Discourse Ethics: Notes on
a Program of Philosophical Justification," í Moral Consciousness and
Communicative Action, þýð. C. Lenhardt og S. W. Nicholsen (Cambridge, Mass.:
MITPress, 1990), s. 43-57.