Hugur - 01.01.1997, Page 54

Hugur - 01.01.1997, Page 54
52 Stefán Erlendsson HUGUR Hið skilyrðislausa skylduboð Kants er þannig endurskilgreint sem aðferð til þess að rökræða siðferðileg efni. Megininntakið í samræðusiðfræði Habermas er sú regla - sem við skulum kalla samræðuregluna (S) - að „einungis þau viðmið geti talist réttmæt sem hljóta (eða gætu hlotið) samþykki allra hlutaðeigandi aðila sem þátttakenda í siðferðilegri samrœðu.“6 Afleiðsluröksemdir ganga út frá því að (umdeilanlegar) forsendur þeirra séu sannar; siðferðileg rök geta því augljóslega ekki byggt á afleiðslu. í staðinn þurfum við undirstöðureglu fyrir siðferðilegar rökræður sem er sam- bærileg við grunnreglur aðleiðslu á sviði reynsluvísinda, segir Haber- mas. „Alhæfíngarlögmálinu41 (A) er ætlað þetta hlutverk: Sérhvert viðmið sem telst vera réttmætt þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði: (A) Allir sem verða fyrir áhrifum af því geti sætt sig við þær afleiðingar og hliðaráhrif sem búast má við að það geti haft í för með sér fyrir hagsmuni allra, sé það almennt virt (og þessar afleiðingar séu teknar fram yfir afleiðingamar af reglusetningu sem vitað er um og gæti mögulega komið í staðinn).7 Habermas heldur því einnig fram að alhæfingarlögmálið (A) megi leiða af „málnotkunarfræðilegum forsendum skynsamlegrar rökræðu“ þegar þær hafa verið settar í samhengi við almenna hugmynd um hvað felst í því að réttlæta viðmið um hegðun, hugmynd sem býr undir í fél- agslegum athöfnum sem miða að gagnkvæmum skilningi eða sam- komulagi og hann kallar samskiptabreytni (communicative action). Það er viðfangsefni „kenningar um notkun tungumáls í samskiptum“ (universal/formal pragmatics) að útskýra þessar forsendur. Kenningin um samskiptabreytni og kenningin um notkun tungumáls í samskipt- um gegna því lykilhlutverki í heimspekilegri réttlætingu Habermas á samræðusiðfræði. Ég ætla samt ekki að fjalla sérstaklega um þessar kenningar hér; þær eru bæði flóknar og yfirgripsmiklar og því engin leið að gera þeim viðunandi skil í stuttu máli. „Discourse Ethics,“ s. 66,93; „Morality and Ethical Life: Does Hegel’s Critique of Kant Apply to Discourse Ethics?,“ í Moral Consciousness and Communicative Action, s. 197. „Discourse Ethics,“ s. 65,93; „Morality and Ethical Life,“ s. 197. 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.