Hugur - 01.01.1997, Page 54
52
Stefán Erlendsson
HUGUR
Hið skilyrðislausa skylduboð Kants er þannig endurskilgreint sem
aðferð til þess að rökræða siðferðileg efni.
Megininntakið í samræðusiðfræði Habermas er sú regla - sem við
skulum kalla samræðuregluna (S) - að „einungis þau viðmið geti talist
réttmæt sem hljóta (eða gætu hlotið) samþykki allra hlutaðeigandi
aðila sem þátttakenda í siðferðilegri samrœðu.“6 Afleiðsluröksemdir
ganga út frá því að (umdeilanlegar) forsendur þeirra séu sannar;
siðferðileg rök geta því augljóslega ekki byggt á afleiðslu. í staðinn
þurfum við undirstöðureglu fyrir siðferðilegar rökræður sem er sam-
bærileg við grunnreglur aðleiðslu á sviði reynsluvísinda, segir Haber-
mas. „Alhæfíngarlögmálinu41 (A) er ætlað þetta hlutverk:
Sérhvert viðmið sem telst vera réttmætt þarf að uppfylla eftirfarandi
skilyrði: (A) Allir sem verða fyrir áhrifum af því geti sætt sig við þær
afleiðingar og hliðaráhrif sem búast má við að það geti haft í för með sér
fyrir hagsmuni allra, sé það almennt virt (og þessar afleiðingar séu
teknar fram yfir afleiðingamar af reglusetningu sem vitað er um og gæti
mögulega komið í staðinn).7
Habermas heldur því einnig fram að alhæfingarlögmálið (A) megi
leiða af „málnotkunarfræðilegum forsendum skynsamlegrar rökræðu“
þegar þær hafa verið settar í samhengi við almenna hugmynd um hvað
felst í því að réttlæta viðmið um hegðun, hugmynd sem býr undir í fél-
agslegum athöfnum sem miða að gagnkvæmum skilningi eða sam-
komulagi og hann kallar samskiptabreytni (communicative action).
Það er viðfangsefni „kenningar um notkun tungumáls í samskiptum“
(universal/formal pragmatics) að útskýra þessar forsendur. Kenningin
um samskiptabreytni og kenningin um notkun tungumáls í samskipt-
um gegna því lykilhlutverki í heimspekilegri réttlætingu Habermas á
samræðusiðfræði. Ég ætla samt ekki að fjalla sérstaklega um þessar
kenningar hér; þær eru bæði flóknar og yfirgripsmiklar og því engin
leið að gera þeim viðunandi skil í stuttu máli.
„Discourse Ethics,“ s. 66,93; „Morality and Ethical Life: Does Hegel’s Critique of
Kant Apply to Discourse Ethics?,“ í Moral Consciousness and Communicative
Action, s. 197.
„Discourse Ethics,“ s. 65,93; „Morality and Ethical Life,“ s. 197.
7