Hugur - 01.01.1997, Side 90

Hugur - 01.01.1997, Side 90
88 Halldór Guðjónsson HUGUR helst þessi: Þingmennirnir eru fáfróðir eða bak við hulu fráfræðinnar eins og Rawls segir. Fáfræðin kemur fram í liðum 6 og 7 hér að ofan. í hefðbundnum samningskenningum er ekki gert ráð fyrir neinni tak- mörkun á þeim upplýsingum sem þeir sem samninginn gera hafa um sjálfa sig og viðmælendur sína, né heldur er gert ráð fyrir að þekking semjenda sé á annan hátt takmörkuð. Fáfræðin þjónar tvennum til- gangi, að neyða þingmenn til sanngimi og beina sjónum þeirra að al- mennum reglum um meðferð mála fremur en að kröfum um tilteknar málalyktir í hverju máli. Hefðbundnar samningskenningar miða við að þeir sem samninginn gera velti því fyrir sér og ákveði hvort þeir eigi að stofna til samfélags með sér og hvemig slíkt samfélag skuli skipulagt ef af stofnun þess verður. í upphafsstöðu Rawls em menn hins vegar þegar meðlimir samfélagsins sem þeir eiga að ígrunda og horfa að auki, sökum fáfræði sinnar, ekki til nákvæms skipulags samfélagsins heldur semja þeir um þau meginviðmið sem skulu gilda um allt nánara skipulag, þ.e. þeir semja um réttlæti per se fremur en um réttlátar stofnanir, rétt- láta stjórnarskrá eða stofnskrá. Þing fáfræðinganna starfar þannig einu alhæfingarstigi ofar en venja er í samningskenningum. Stjómarskrá eða stofnlög samfélagsins koma ekki til álita í kenn- ingu Rawls fyrr en hulu fáfræðinnar hefur verið lyft að hluta, svo þingmenn sjái að minnsta kosti þær stöður sem þeir gætu gert sér og umbjóðendum sínum vonir um að hljóta, og viti hvernig samfélag þeirra er almennt statt. Nánari útfærsla kenningarinnar er reyndar stigskipt eftir því hve miklu af fáfræðinni hefur verið lyft af meðlim- um viðkomandi samfélags. Næsta stig á eftir setningu stjórnarskrár er stig almennrar lagasetningar þar sem meðlimimir eða fulltrúar þeirra á löggjafarþingi hafa tök á öllum málefnum almenns eðlis - þó aðeins í almennum þáttum þeirra - en vita ekki nákvæmlega hvar ákvarðanir þeirra koma niður; þeir vita sem sé ekki um alla málavexti í hverju einstöku máli sem hlýst af þeim lögum sem þeir setja. Þriðja og seinasta stig útfærslu réttlætisins er stig dómsúrskurða í einstökum málum. Á því stigi hefur hulu fáfræðinnar verið svipt af með öllu. Rawls gefur sér ekki upphafsstöðuna alla þegar í upphafi kenninga- smíðarinnar heldur tínir hann þar aðeins til það helsta sem þarf til að koma kenningasmíðinni af stað. Fyllri og sundurgreindari mynd af upphafsstöðunni kemur svo fram eftir því sem kenningasmíðin kallar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.