Hugur - 01.01.1997, Page 90
88
Halldór Guðjónsson
HUGUR
helst þessi: Þingmennirnir eru fáfróðir eða bak við hulu fráfræðinnar
eins og Rawls segir. Fáfræðin kemur fram í liðum 6 og 7 hér að ofan.
í hefðbundnum samningskenningum er ekki gert ráð fyrir neinni tak-
mörkun á þeim upplýsingum sem þeir sem samninginn gera hafa um
sjálfa sig og viðmælendur sína, né heldur er gert ráð fyrir að þekking
semjenda sé á annan hátt takmörkuð. Fáfræðin þjónar tvennum til-
gangi, að neyða þingmenn til sanngimi og beina sjónum þeirra að al-
mennum reglum um meðferð mála fremur en að kröfum um tilteknar
málalyktir í hverju máli.
Hefðbundnar samningskenningar miða við að þeir sem samninginn
gera velti því fyrir sér og ákveði hvort þeir eigi að stofna til samfélags
með sér og hvemig slíkt samfélag skuli skipulagt ef af stofnun þess
verður. í upphafsstöðu Rawls em menn hins vegar þegar meðlimir
samfélagsins sem þeir eiga að ígrunda og horfa að auki, sökum
fáfræði sinnar, ekki til nákvæms skipulags samfélagsins heldur semja
þeir um þau meginviðmið sem skulu gilda um allt nánara skipulag,
þ.e. þeir semja um réttlæti per se fremur en um réttlátar stofnanir, rétt-
láta stjórnarskrá eða stofnskrá. Þing fáfræðinganna starfar þannig einu
alhæfingarstigi ofar en venja er í samningskenningum.
Stjómarskrá eða stofnlög samfélagsins koma ekki til álita í kenn-
ingu Rawls fyrr en hulu fáfræðinnar hefur verið lyft að hluta, svo
þingmenn sjái að minnsta kosti þær stöður sem þeir gætu gert sér og
umbjóðendum sínum vonir um að hljóta, og viti hvernig samfélag
þeirra er almennt statt. Nánari útfærsla kenningarinnar er reyndar
stigskipt eftir því hve miklu af fáfræðinni hefur verið lyft af meðlim-
um viðkomandi samfélags. Næsta stig á eftir setningu stjórnarskrár er
stig almennrar lagasetningar þar sem meðlimimir eða fulltrúar þeirra á
löggjafarþingi hafa tök á öllum málefnum almenns eðlis - þó aðeins í
almennum þáttum þeirra - en vita ekki nákvæmlega hvar ákvarðanir
þeirra koma niður; þeir vita sem sé ekki um alla málavexti í hverju
einstöku máli sem hlýst af þeim lögum sem þeir setja. Þriðja og
seinasta stig útfærslu réttlætisins er stig dómsúrskurða í einstökum
málum. Á því stigi hefur hulu fáfræðinnar verið svipt af með öllu.
Rawls gefur sér ekki upphafsstöðuna alla þegar í upphafi kenninga-
smíðarinnar heldur tínir hann þar aðeins til það helsta sem þarf til að
koma kenningasmíðinni af stað. Fyllri og sundurgreindari mynd af
upphafsstöðunni kemur svo fram eftir því sem kenningasmíðin kallar