Hugur - 01.01.1997, Side 91

Hugur - 01.01.1997, Side 91
HUGUR Gagnrýni opinberrar skynsemi 89 á hana. Hugmyndin er jú sú að upphafsstaðan er sértekið líkan af þeim aðstæðum og málefnum sem upp koma í umræðu um réttlætið og því er sjálfsagt og eðlilegt að hagræða verði líkaninu og lagfæra það eftir því sem kenningasmíðinni vindur fram. Hið velskipulagða samfélag er hugsað sem áþreifanlegur prófsteinn á sértekin og almenn lögmál, og viðmið er allar reglur og stofnanir samfélags eiga að lúta. í slíku samfélagi er gert ráð fyrir að lög og reglur, stofnanir og aðstæður lúti öllum lögmálum og viðmiðum rétt- lætisins að fullu og að meðlimir samfélagsins viti að svo er og geti öndvert við fáfræðingana skoðað eigin hag og samfélagsins, stöðu sína og samfélagsins, eins nákvæmlega og hver vill og þörf krefur í hveiju málefni. Hið velskipulagða samfélag á þannig að vera líkan af áþreifanlegu samfélagi í fullri stærð og nákvæmt í öllum smáatriðum. Hið velskipulagða samfélag tekur þannig til alls innihalds þeirra reglna og lögmála sem aðeins sjást í formi og aðferðum í hinu sértekna líkani upphafsstöðunnar. í umfjöllun um hið velskipulagða samfélag má þannig færa hvers kyns rök úr sögu og reynslu, með einstökum dæmum af raunverulegum samfélögum og sérstöku áþreif- anlegu skipulagi þeirra, en slíkar rökfærslur eru óheimilar í upphafs- stöðunni vegna þess að hula fáfræðinnar sviptir fáfræðingana öllu efni til þeirra. Upphafsstaðan er uppspretta kennisetninga sem síðan eru prófaðar í velskipulögðu samfélagi og endurskoðaðar í ljósi prófunarinnar og svo prófaðar enn á ný og þannig koll af kolli þar til jafnvægi næst. Þessum boltaleik milli upphafsstöðunnar og hins velskipaða samfélags lyktar með því sem Rawls kallar jafnvægi ráðagerðarinnar (reflective equilibrium). (Boltaleikurinn minnir mjög á hið díalektíska ferli sem Hegel lýsir snemma í Philosophie des Rechts og er grunntónn mikill í allrl hugsun hans.) Kennisetningar spretta fram í upphafsstöðunni með þeim hætti að hinir fáfróðu en sanngjörnu sem þar eru saman komnir semja um meginviðmið reglna og stofnana þess samfélags sem þeir ætla að hafa með sér um aldur og ævi. Einmitt vegna þessara ímynduðu samninga í upphafsstöðunni meðal fáfróðra, kennir Rawls kenningu sína við eldri samningskenningar og telur sig til þeirrar hefðar sem slrkar kenningar mynda. Ennfremur er þama í upphafsstöðunni að finna ástæðuna fyrir því að Rawls kallar kenningu sína gjaman kenningu um réttlœtið sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.