Hugur - 01.01.1997, Side 97

Hugur - 01.01.1997, Side 97
HUGUR Gagnrýni opinberrar skynsemi 95 sem Rawls vill ræða. Þetta kemur greinilegast fram í því að Rawls telur kenningu sína vera efni til skörunarsammælis með öllum alls- herjarskoðunum og kenningum sem vert er að taka tillit til og virða í velskipulögðu samfélagi. Slíkt sammæli verður að ná til allra skyn- samlegra kenninga og skoðana eða öllu heldur að geta staðið við allar skynsamlega skoðanir, skoðanamun og kurteislegan skoðanaágrein- ing. Rawls færir nokkuð ítarleg rök fyrir því í Political Liberalism að réttlætiskenning sín eða kennisetningar hennar séu efni til slíks skar- andi sammælis og miðar hann þá rökfærslur sínar einkum við alls- herjarkenningu Kants og telur sig sýna að hún ekki aðeins samrýmist réttlætiskenningu hans sjálfs heldur falli kenningamar saman í sniði og aðferðum eins og sjá má af því að þær eru báðar smíðisgripir fremur en fundin dýrmæti. Þannig ber ekkert í raun á milli þeirra Kants þegar horft er til þeirra efna sem Rawls takmarkar kenningu sína við. Sammæli það sem Rawls sér þama fyrir sér horfir með öðmm hætti við hinum allsherjarkenningunum sem Rawls tekur einkum til skoð- unar: trúarkenningum og nytjastefnunni. Menn sem fylgja annarri hvorri þessara meginstefna sætta sig við réttlætiskenninguna vegna þess að þeir eiga ekki kost á að ná fram miklu djúpstæðari og ítarlegri skoðunum sínum um lögmál réttlætisins í þeim efnum sem Rawls vill ræða. Þeir sætta sig því við kenningu Rawls sem besta fáanlega kost- inn í samfélagi sem er fjölbreytt í eðli sínu og í raun, enda sjá hvorir- tveggja fjölda trúfélaga og heimspekikenninga allt í kringum sig. Það er einkum þrennt sem gerir mun þeirra Rawls og Kants. Það er fyrsti greinilegi munurinn að umfjöllunarsvið Kants er miklu víðara en svið Rawls. Kant fjallar um hið rétta í allri breytni og kennisetn- ingar hans, og þá einkum grunnur þeirra í hinu óskilyrta siðaboði, taka til alls þess athæfís sem yfirhöfuð hefur eitthvað siðferðilegt upp á sig sem er líklega allt athæfí. Kennisetningar Rawls taka aðeins til þeirrar breytni sem lýtur að stjómmálalegum, félagslegum og efnahagslegum samskiptum manna og spinnast af samneyti þeirra í samfélagi sem skoðað er sem vettvangur meðlimanna til að vinna saman að bættum hag hvers og eins. Þannig er það margt annars siðferðilegt sem kenni- setningar Rawls taka ekki á beint þótt réttlætislögmálin kunni að snerta það óbeint eða í fjarlægari afleiðingum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.