Hugur - 01.01.1997, Page 98
96
Halldór Guðjónsson
HUGUR
Rawls nefnir það helsta af slíku sjálfur í bókum sínum: Alþjóða-
stjómmál, réttindi dýra og náttúmnnar, og reyndar einnig málefni eins
og fjölskylduna, kynþáttamun, mismunun og kyjnamun. Hann gerir
sér nokkrar vonir um að aðferðir þær sem hann beitir við kenninga-
smíð sína geti í flestu þessu gefið nokkuð af sér en þvertekur fyrir að
kennisetningamar einar skeri úr um öll þessi mikilsverðu mál. Því fer
víðs fjarri að Rawls vilji með þessu vísa málum þessum burt úr allri
umræðu um siðfræði. Sumpart er þó ljóst að hann telur að þessum
málefnum verði að vísa til annarrar umræðu um réttlætið, annarrar
umræðu í þeim skilningi sem lagður er í það orðalag í þingsköpum. í
fyrstu umræðu verður að taka fyrir grunnlögmál alls félagslegs og
stjómmálalegs réttlætis í þá vem sem hann hefur gert. Gmnnur þess-
arar vísunar nákvæmari réttlætisefna til síðari umræðu er í raun sú
grundvallarafstaða Rawls, sem hann deilir með Kant og mörgum
öðrum, að hið rétta komi á undan hinu góða. Hin ítarlegri umfjöllun-
arefni réttlætisins sem Rawls vísar frá sinni umræðu um réttlætið
innan eins og sama samfélags tengjast nánari greinargerð fyrir hinu
góða.
Nokkuð hið sama má reyndar segja um þau viðfangsefni rétt-
lætisins sem em víðari en stjórnmál, félagsmál og efnahagsmál eins
ríkis. Útvíkkun réttlætisins til slíkra víðari málefna hlýtur að taka til
nákvæmari umfjöllunar um gæði en þörf er á í fyrstu umræðu um rétt-
læti í afmörkuðu og lokuðu samfélagi, en þó verður slík síðari umræða
um ítarlegri gæði að hvíla á nokkurri hugmynd um réttlæti heima
fyrir. Reynsla manna af umhverfismálum og náttúruvernd á alþjóða-
vettvangi ber glöggt vitni um þetta. Það virðist reyndar fjarstæða að
ætla fyrst að ganga frá slíku yfirgripsmeira réttlæti og láta það svo
ráða sniði réttlætis með meðlimum afmarkaðs og lokaðs samfélags.
Réttlætismál og réttlætið allt eru brýnni en svo að unnt sé að bíða með
þau öll eftir hinum víðustu allsherjarlausnum, jafnvel þeirra samfél-
agsmála sem greinilegt er að skoða má eða skoða verður sem sam-
eiginleg öllum mönnum, enda er það reyndar ein gmndvallarhugmynd
þeirrar frjálslegu stjómmálahefðar Vesturlanda, sem Rawls vill verja,
að samfélög skuli sjálf ráða sínum málum en ekki lúta utan að
komandi afli eða völdum, hvers kyns sem þau kunna að vera.
Kant gerði, andstætt þessu, í beinu framhaldi af kenningum sínum
um rétt einstaklinga, grein fyrir meginlögmálum í samskiptum þjóða