Hugur - 01.01.1997, Side 106

Hugur - 01.01.1997, Side 106
HUGUR 9.ÁR, 1997 s. 104-108 Vilhjálmur Ámason Smíðisgripir Rawls og Kants Viðbragð við erindi Halldórs Guðjónssonar, „Gagnrýni opinberrar skynsemi,“ á vegum Siðfræðistofnunar Háskóla íslands, Odda 101,13. maí 1997. Ég vil byrja á því að þakka Halldóri athyglisverðan fyrirlestur og Siðfræðistofnun fyrir að standa að þessari samræðu. Viðbrögð mín við fyrirlestrinum hnitast um einn meginpunkt sem Halldór nefndi í upphafi síns máls. Hann hefur þar eftir Rawls að kennisetningar þeirra Kants beggja séu smíðisgripir fremur en fundnir dýrgripir. Halldór gerir þetta réttilega að nokkru lykilatriði í sinni umfjöllun og í samanburði á þeim félögum Rawls og Kant. Mig langar til að leggja út af þessum punkti í viðbrögðum mínum hér og þá fremur til þess að hugsa áfram með Halldóri en gegn honum, þótt ég merki vissulega ákveðinn túlkunarágreining milli okkar um þetta efni. Svo að ég hefji máls á þeim ágreiningi þá virðist mér hann liggja einkum í því að mér sýnist Halldór ganga of langt í því að telja þessa smíðisgripi „hugsmíðar einar og ekki neinn raunveruleika,“ eins og hann kemst að orði á einum stað. Ég tek undir þessi orð Halldórs að því er varðar upphafsstöðuna og hið vel skipulagða samfélag í kenn- ingu Rawls. Við finnum okkur aldrei í upphafsstöðunni né munum við ná að byggja hið vel skipulagða samfélag. Agreiningurinn er fremur um stöðu kennisetninganna gagnvart raunveruleikanum ef svo má segja. Hér skiptir það meginmáli sem Halldór segir síðar í fyrirlestr- inum að „kenningin öll er, í huga Rawls, vöm fyrir þá stjómskipan og stjómarhætti sem hann telur einkenna Vesturlönd og sögu þeirra á seinustu öldum.“ Að mínu mati er þetta lykilatriði til skilnings á Rawls. En þá er það spurning hvaða skilning eigi að leggja í þau orð Halldórs að upphafsstaðan sé „uppspretta kennisetninganna.“ Mér virðist að þessu sé eiginlega öfugt farið. Rawls hannar upphafsstöð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.