Hugur - 01.01.1997, Page 106
HUGUR 9.ÁR, 1997
s. 104-108
Vilhjálmur Ámason
Smíðisgripir Rawls og Kants
Viðbragð við erindi Halldórs Guðjónssonar, „Gagnrýni
opinberrar skynsemi,“ á vegum Siðfræðistofnunar Háskóla
íslands, Odda 101,13. maí 1997.
Ég vil byrja á því að þakka Halldóri athyglisverðan fyrirlestur og
Siðfræðistofnun fyrir að standa að þessari samræðu.
Viðbrögð mín við fyrirlestrinum hnitast um einn meginpunkt sem
Halldór nefndi í upphafi síns máls. Hann hefur þar eftir Rawls að
kennisetningar þeirra Kants beggja séu smíðisgripir fremur en fundnir
dýrgripir. Halldór gerir þetta réttilega að nokkru lykilatriði í sinni
umfjöllun og í samanburði á þeim félögum Rawls og Kant. Mig
langar til að leggja út af þessum punkti í viðbrögðum mínum hér og
þá fremur til þess að hugsa áfram með Halldóri en gegn honum, þótt
ég merki vissulega ákveðinn túlkunarágreining milli okkar um þetta
efni.
Svo að ég hefji máls á þeim ágreiningi þá virðist mér hann liggja
einkum í því að mér sýnist Halldór ganga of langt í því að telja þessa
smíðisgripi „hugsmíðar einar og ekki neinn raunveruleika,“ eins og
hann kemst að orði á einum stað. Ég tek undir þessi orð Halldórs að
því er varðar upphafsstöðuna og hið vel skipulagða samfélag í kenn-
ingu Rawls. Við finnum okkur aldrei í upphafsstöðunni né munum við
ná að byggja hið vel skipulagða samfélag. Agreiningurinn er fremur
um stöðu kennisetninganna gagnvart raunveruleikanum ef svo má
segja. Hér skiptir það meginmáli sem Halldór segir síðar í fyrirlestr-
inum að „kenningin öll er, í huga Rawls, vöm fyrir þá stjómskipan og
stjómarhætti sem hann telur einkenna Vesturlönd og sögu þeirra á
seinustu öldum.“ Að mínu mati er þetta lykilatriði til skilnings á
Rawls. En þá er það spurning hvaða skilning eigi að leggja í þau orð
Halldórs að upphafsstaðan sé „uppspretta kennisetninganna.“ Mér
virðist að þessu sé eiginlega öfugt farið. Rawls hannar upphafsstöð-