Hugur - 01.01.1997, Qupperneq 113
HUGUR
Að girnast konu
111
eru þeir Jean-Paul Sartre og Maurice Merleau-Ponty sem ásamt
Simone de Beauvoir stofnuðu tímaritið Les Temps modernes.
Fræg eru orð Sartres þar sem hann segir: „Helvíti það eru hinir“4
og líkir þar með samskiptum okkar við annað fólk við vítisvist.
Merleau-Ponty var hinsvegar öllu geðprúðari þegar samskipti við
annað fólk bar á góma og svaraði þessum ummælum Sartres á þessa
leið: „Það að segja að helvíti séu hinir þýðir ekki að ég sé eitthvert
himnaríki."5
Heiti erindisins, „Að gimast konu,“ ætti nú að vera skiljanlegra þar
sem ég feta í fótspor tilvistarheimspekinganna og nálgast viðfangs-
efnið að mestu útfrá vitundarlífi minnar eigin fyrstu persónu. Ef við
værum allir samkynhneigðir, ég, Merleau-Ponty og Sartre, þá héti
erindið að sjálfsögðu „Að gimast karlmann “
II
Hvað er kynferðisleg ástríða? Sartre svarar því til að ástarþráin eða
kynferðisleg ástríða sé ein af afstöðum mínum til annarrar manneskju.
Líf okkar einkennist af því að við emm ekki ein í heiminum, allt
okkar líf snýst meira eða minna um það að við lifum í samfélagi með
öðm fólki. Sú staðreynd að við deilum heimi með öðrum endurspegl-
ast í hegðun okkar. Skýrt dæmi um þetta er t.d. skömmin. Við
skömmumst okkar einfaldlega vegna þess að við erum ekki ein í
heiminum. Maður skammast sín frammi fyrir einhverjum, hvort sem
það er einhver að fylgjast með manni í raun, þar sem maður liggur á
gægjum, eða hvort maður haldi að einhver hafi verið að fylgjast með
manni. Sartre gefur skemmtilega lýsingu á því hvernig skömmin
kemur inn í líf okkar með tilvist annars einstaklings.6 Maður nokkur
liggur á gægjum og hefur gjörsamlega gleymt sér í atburðarásinni
sem hann sér í gegnum skrárgatið. Þegar hann heyrir fótatak nálgast
fyrir aftan sig áttar hann sig á því hvað hann hafi verið að gera og fer
4 Jean-Paul Sartre, „No Exit“ í No Exit and Three other Plays, þýð. Stuart Gilbert
(Vintage Books, A Division of Random House 1955), bls. 47.
5 Maurice Merleau-Ponty, Sense and Non-Sense, þýð. Hubert L. Dreyfus og
Patricia Allen Dreyfus (Northwestem University Press, 1964), bls. 41.
6 Jean-Paul Sartre, Being and Nothingness, þýð. Hazel E. Bames (Washington
Square Press, 1956), bls. 347-358.